Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 70

Kjarninn - 30.01.2014, Blaðsíða 70
03/05 fjölmiðlar vorum tilraunadýr framtíðarinnar; fyrst lögðum við línurnar og lærðum á tæknina og svo var hún sett í hendurnar á al- menningi,“ segir hann. Þorvaldur segir að sérhæfing blaðaljósmyndarans hafi miðast við að taka myndir á filmu og vinna myndina í myrkrakompu með kemískum efnum. „Á einni nóttu hvarf það, blöðin sáu sparnaðarleið og allir fóru stafrænt. Nú var allt í einu alltaf einhver sem tók myndir og sendi jafnvel frítt á blöðin; þarna fengu blöðin ógrynni af ókeypis myndum.“ Eins og víða erlendis byrjuðu blöðin að nýta sér allt þetta ókeypis flæði mynda og fóru að segja ljósmyndurum sínum upp. Þorvaldur heldur því fram að frá árinu 2004-5 sé búið að segja upp meira en helmingi af öllum blaðaljósmyndurum heims. „Citizen journalism“, eða borgaraleg blaðamennska, hefur tekið yfir, þar sem alls staðar er fólk með snjallsíma og myndavélar. „Upplýsingamiðill veraldar er síminn, sagan í dag er bara skrifuð á farsíma,“ segir Þorvaldur. gæðin hafa dalað Þorvaldur telur að gæði ljósmynda í blöðum hafi dalað mikið í kjölfarið. „Í gamla daga reyndu menn að taka táknrænar myndir, myndina sem lýsti best atburðinum. Það er horfið, núna eru myndirnar bara af mómenti, það skín í gegn að þær eru ekkert ljósmyndalega uppbyggðar og engin hugsun endurspeglast í þeim. Það er engin samfélagshugsjón í myndum lengur, enda eru blöðin að drukkna í myndum, sem gerir það að verkum að þessi „mynd“ mun aldrei finnast.“ Það hefur orðið til þess, að hans mati, að hugsun breytist hjá ljós- myndurum og ritstjórum blaða, sem nú birta myndir sem áður töldust ekki birtingahæfar. Hann tekur dæmi af hinni frægu ljósmynd af manninum sem stóð fyrir framan skriðdrekana á Torgi hins himneska friðar í Kína árið 1989, þar sem herinn skaut þúsundir manna. „Þessi mynd táknar ákveðinn atburð, þarna stendur hann einn á móti heimsveldi. Hvernig heldurðu að þessi atburður hefði verið myndaður ef allir hefðu verið með símana á lofti? Það hefði ekki náðst svona táknræn mynd, hún hefði drukknað í fjölda mynda,“ segir Þorvaldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.