Kjarninn - 20.02.2014, Blaðsíða 18

Kjarninn - 20.02.2014, Blaðsíða 18
05/06 atvinnulíf ættu líklega, beint og óbeint, um helming skráðra hlutabréfa í íslenskum félögum. Þeir eiga auk þess þorra útgefinna skuldabréfa á íslenska markaðnum. Samtals eiga lífeyrissjóðirnir, sem eru 26 talsins, 2.656 milljarða króna í hreinni eign til greiðslu lífeyris. Uppistaðan í þeirri eign er bundin í fjárfestingum. Þar nemur innlend verðbréfaeign þeirra, í hlutabréfum og skuldabréfum, 1.913 milljörðum króna. Tíu stærstu sjóðir landsins eiga rúmlega 80 prósent þessara eigna. Framkvæmdastjórar þeirra allra eru karlar og starfsmenn í eignastýringu eru langflestir karlkyns. Af lífeyrissjóðunum 26 er einungis tveimur stýrt af konum. Auður Finnbogadóttir er framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs verkfræðinga og Guðrún K. Guðmannsdóttir er einsLeitur hópur karLmanna Fer Fyrir stóru FjárFestingunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður stjórnar Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA), segir úttekt Kjarnans í raun ekki koma á óvart, þótt niðurstöðurnar valdi henni depurð. „Oft heldur maður að við séum komin lengra en við erum komin þegar farið er að skoða hlutina. Það er afar dapurlegt að við séum ekki komin lengra.“ Hún segir að hluti af því ferli sem kynjakvóta- lagasetning á stjórnir fyrirtækja átti að ná fram hafi verið að áhrifin kvísluðust niður í stjórnenda- hópana. „Miðað við þessar niðurstöður erum við langt frá því. Það þarf að skoða hvað veldur, því það vantar ekkert upp á að konur hafi getuna og reynsluna. Það virðist vanta eitthvað annað. Við þurfum svolítið að vísa þessu til föður- húsanna. Það eru allar forsendur góðar. Nú þurfa þessir aðilar sem standa að þessu að líta í eigin barm. Það er alþekkt staðreynd að karlmenn fara fyrir fé á Íslandi. Fara fyrir stóru fjárfestingunum. Þetta er líka mjög einsleitur hópur. Ef við þorum í alvörunni inn í fjölbreytileikann og að fanga hann þurfa þessir aðilar að skoða hjá sér af hverju staðan er svona. Hvernig á að breyta þessu? Hvernig eru ráðningarferlin? Eru þau byggð á tengslum eða á opnu umsóknarferli? Og svo finnst mér alveg rétt að spyrja hvort það sé í alvörunni vilji til verka.“ Að mati Þórdísar þarf að taka bæði ráðningar- og framakerfi innan fyrirtækja til gagngerrar endurskoðunar. „Er falin menning eða blindni gagnvart því hvernig við komumst til áhrifa innan þessara kerfa? Við erum oft svolítið blind á þessa menningar legu þætti sem eru til staðar innan fyrirtækjanna. Erum við frekar að ýta undir metnað hjá körlum til að taka af skarið? Erum við að eigna konum einhverja eiginleika sem þær eru ekkert með? Ég held að það séu alls kyns svona menningar legir þættir sem þarf að skoða líka. Þetta þarf ekkert að skoða heildrænt heldur þarf hvert fyrirtæki fyrir sig að gera það, vegna þess að hvert fyrirtæki er með sína eigin fyrirtækjamenningu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.