Kjarninn - 20.02.2014, Blaðsíða 76

Kjarninn - 20.02.2014, Blaðsíða 76
03/06 Knattspyrna en hann tók við einu helsta stórveldi enskrar knattspyrnu- sögu, Everton, árið 2002. Everton hafði þá gengið í gegnum afar myrkt tímabíl undir stjórn vondra knattspyrnustjóra þar sem hvert tímabil var barátta við fall. Og þar sat hann í ellefu ár. Moyes-tíminn hjá Everton var mikil framför frá árunum á undan. Liðið náði að sýna mikinn stöðugleika. Lenti meira að segja einu sinni í fjórða sæti á þriðja tímabilinu hans við stjórnvöllinn og var alltaf í topp átta nema einu sinni. Samhliða ávann hann sér verðskuldaða virðingu fyrir það að „wheela og deala“ afburðavel. Með því er átt við að Moyes þótti gríðarlega naskur við að kaupa leikmenn ódýrt en selja á toppverði. Fræg dæmi um þetta eru Joleon Lescott, Jack Rodwell og Wayne Rooney. Fyrir þetta fékk hann viðurnefnið „Dithering Dave“. Arfleifðin sem hann skildi eftir sig var sú að David Moyes væri töframaður sem kýldi alltaf yfir vigt, sýndi afburðaklókindi á leikmannamarkaðnum og hefði skilað Everton mun hærra en félagið hafði í raun burði til. En er þetta allt saman satt? með „hnífa í byssubardaga“ Greinarhöfundur hefur séð 95 prósent Everton-leikja undan- farna áratugi og er því í ágætu færi til að svara þessari spurningu. Og stutta svarið er nei. Everton er sögulega stórlið. Félagið hefur unnið ensku deildina níu sinnum (einungis Manchester United, Liverpool og Arsenal hafa unnið hana oftar), varð Evrópumeistari árið 1985 og vann FA-bikarinn síðast árið 1995. Saga liðsins er því glæsileg. David Moyes umfaðmaði hana hins vegar ekki. Hans lína, sem stuðningsmenn Everton meðtóku eins og gíslar haldnir Stokkhólmsheilkenni, var sú að Everton væri í raun ekki samkeppnishæft lið í nútímafótbolta og allan árangur liðsins ætti að skoða í því ljósi. Þessi sýn kristallaðist vel í viðtali sem hann veitti fyrir leik við Miðausturlandafjár- magnað Manchester City-lið í september 2011 þegar Moyes líkti stöðunni á þann veg að lið hans væri að fara „með hnífa í byssubardaga“. Leikurinn tapaðist auðvitað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.