Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 6

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 6
03/03 leiðari stað eftir hrun. Þessi mikla eftirspurn ýtir fasteignaverðinu upp, sem gerir auðvitað fólki erfiðara um vik að kaupa sér þak yfir höfuðið, og spákaupmenn með digra sjóði í eigu lífeyris sjóðanna sanka að sér íbúðum og þrýsta leiguverðinu upp. Hátt leiguverð hefur svo þær afleiðingar að erfiðara og erfiðara verður fyrir fólk að safna sér fyrir útborgun í sinni fyrstu íbúð, sem þarf að vera 15-20 prósent af kaupverðinu. Þetta er ástand sem er fyrirséð að muni vara um ókomin ár. Svo er verið að gefa spilin upp á nýtt á Íslandi. Stjórnar- flokkarnir virðast ætla að festa tök sín á landinu enn frekar, koma sínum manni eða mönnum að í Seðlabankanum og Davíð Oddssyni í stól stjórnarformanns Landsvirkjunar og bola út fréttastjóra RÚV sem virðist fara óstjórnlega í taugarnar á þeim. Við ætlum að halda áfram að virkja á kostnað náttúrunnar fyrir hagnað stóriðjunnar, fresta nýjum lögum um náttúruvernd um ókomna framtíð og halda áfram með sömu þreyttu eggjakörfuna. Við eigum því miður enn langt í land varðandi jafnrétti kynjanna. Við metum konurnar okkar ekki að verðleikum, komum oft og tíðum illa fram við þær, borgum þeim minna en körlum, og treystum þeim ekki fyrir ábyrgðarstörfum. Svo á ég, eignalausi maðurinn, að fara að borga fyrir skulda- niðurfellingar handa útvöldum sem flestir hafa ekkert við niðurfellingarnar að gera. Það eina sem ég fæ út úr því er meiri verðbólga, hærra leiguverð og versnandi viðskiptakjör í bönkunum. Og hey, svo eru framhaldsskólarnir okkar tæknilega gjaldþrota, verkfallshrinur í uppsiglingu á meðal kennara á nær öllum skólastigum og ekki til nóg af skólabyggingum til að taka á móti stærsta árgangi nýrra skólabarna á næsta ári. Heilbrigðiskerfið er svo gott sem í ruglinu vegna langvarandi niðurskurðar og við getum ekki enn tryggt Vestfirðingum öruggt rafmagn árið 2014. Þannig að það er töluvert sem ég hef áhyggjur af á Íslandi þessi dægrin, og ég vil meina af góðri og gildri ástæðu. Við höfum vissulega ennþá heitu pottana, vatnið og hreina loftið. En er Ísland best í heimi? Langt, langt, langt í frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.