Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 15

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 15
04/05 upplýSingatÆkni önnur nálgun ... fyrir umhverfið Önnur hlið á þessum teningi er sú að algjör grundvallar- breyting verður á því hvernig fyrirtæki og hið opinbera veita þjónustu og nálgast viðskiptavini og þegna, eftir því sem áhrif internetsins á líf okkar verða meiri. Sú breyting er byrjuð að eiga sér stað en það er þó að- eins toppurinn á ísjakanum miðað við það sem koma skal. Einkum og sér í lagi er það vegna þess að fólk getur hvar og hvenær sem er komist inn á internetið í gegnum síma sína og spjaldtölvur og gert það sem því sýnist eftir því sem gagna- niðurhal verður skilvirkara og betra. Umhverfis- mál hafa af þessari ástæðu komist á oddinn þar sem hið augljósa blasir við; það þarf ekki að fella tré og búa til pappír til þess að þjónusta fólk í gegnum tækin. Af þessari ástæðu er stafræna byltingin svonefnda risavaxið umhverfismál, ekki síst fyrir þéttbýl svæði þar sem dreifing upp- lýsinga á pappír hefur lengi verið hluti af innra skipulagi í daglegu lífi. Miklu veigaminni dag- blaðaútgáfa á pappír er aðeins hluti af birtingar- mynd þessara breytinga. Bretland í fararbroddi David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lét það verða eitt sitt fyrsta verk að kanna með hvaða hætti hann gæti sparað í rekstri hins opinbera, með því að færa nærþjónustu við íbúa yfir á staf- rænt form eins mikið og mögulega væri hægt. Verkefnið var einfaldlega kallað Stafræn stefna hins opinbera (The Govern- ment Digital Strategy). Það komst formlega inn á fjárlög árið 2012 og hefur síðan skilað miklum ávinningi, samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum. Markmiðið er að skerða þjónustu ekkert, en spara 1,8 milljarð punda árlega, sem nemur tæplega 330 milljörðum króna. Þó að þetta sé lítill hluti af heildarfjárlögum Breta á ári, upp á ríflega 700 milljarða punda, að teknu tilliti til ríflega 46 milljarða punda framlags til varnarmála, munar um þetta í daglegum rekstri. Óþarfi að prenta Einn af kostum þess að geta notað snjalltæki við miðlun upplýsinga er að óþarft er að prenta þær, heldur er þeim miðlað skilvirkt í hin ýmsu tæki með hjálp internetsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.