Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 25

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 25
02/05 fjarSkipti S ala íslenska ríkisins á hlutafé sínu í Símanum sumarið 2005 mun líklega fara í sögubækurnar sem ein bestu viðskipti sem framkvæmd hafa verið á Íslandi. Exista og viðskiptalegir meðreiðar- sveinar þess áður stórtæka fjárfestingarfélags, sem síðar magalenti stórkostlega, keyptu Símann undir hatti félags sem fékk nafnið Skipti á upphæð sem í dag myndi vera um 140 milljarðar króna. Kaupin voru vitanlega fjármögnuð með lánum og skuldunum sem stofnað var til vegna þeirra var dembt aftur inn í reksturinn með því að sameina Skipti og Símann í svokölluðum öfugum samruna. Vegna þess háa verðmiða sem greiddur var fyrir Símann varð viðskiptavild Skipta mjög há. Ofan af henni hefur þurft að vinda á undanförnum árum eftir að raunveruleikinn tók við af sýndar- veruleika fyrirhrunsáranna. Frá árslokum 2008 hefur hún alls verið færð niður um 33 milljarða króna. Stærsti hluti þeirrar niðurfærslu átti sér stað um síðustu áramót þegar Skipti lækkuðu viðskiptavildina um 14 milljarða króna. Fyrir utan það tók félagið til hliðar um 2,6 milljarða króna vegna endurákvörðunar skatta sem eru bein afleiðing af öfuga samrunanum frá 2005. Til viðbótar voru um þrír milljarðar króna gjaldfærðir vegna gjaldmiðlaskipta- samningadeilu við slitastjórn Glitnis. Þetta allt saman skilaði því að Skipti tapaði 17 milljörðum króna á árinu 2013 og hefur samtals tapað 50 milljörðum króna frá árinu 2008. Stærsta einkavæðing íslandssögunnar Í árslok 2004 var Síminn með 65 prósenta markaðshlutdeild á íslenska farsímamarkaðnum. Staða hans á íslenskum markaði var því mjög eftirsóknarverð, enda byggði hún á grunni áratugaeinokunar. Í takti við einkavæðingarstefnu stjórnvalda á þessum árum lá lengi fyrir að Síminn yrði fjarSkipti Þórður Snær Júlíusson @thordurssnaer „Vegna þess háa verðmiða sem greiddur var fyrir Símann varð við- skiptavild Skipta mjög há. Ofan af henni hefur þurft að vinda á undanförnum árum eftir að raun- veruleikinn tók við af sýndar- veruleika fyrirhrunsáranna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.