Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 39

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 39
02/06 Viðtal S öngvaskáldið Svavar Knútur Kristinsson hefur engilfríða rödd, um það verður ekki deilt. Hann spilar og semur aðallega þjóðlagatónlist og hefð- bundin dægurlög. Fyrir skemmstu sendi hann til dæmis frá sér hugljúfa jólaplötu með tveimur söngdívum. Hann hefur mjúka og góðlega ímynd. Af honum stafar engin ógn og hann yrði trúlegast ekki efstur á blaði ef maður þyrfti að velja í hlutverk harðnagla í hasarmynd eða aðalhetju í söngleik um uppvakninga. Hann er með öðrum orðum líklegri til að syngja í jarðarförinni þinni en að koma í veg fyrir hana. Ekki satt? Það hélt sá sem þetta ritar og því kom það nokkuð á óvart hversu dökkar hliðar er að finna á söngvaskáldinu síglaða. Við Svavar Knútur spjöllum vítt og breitt og byrjum á feimni og félagsfælni og vinnum okkur þaðan inn í skuggana. „Það er mjög heftandi fyrir tónlistarmann að vera jafn félagsfælinn og ég er,“ segir Svavar Knútur. „Í mér togast á tvö öfl. Annars vegar væntumþykja og áhugi á fólki. En þegar fleiri en fimm koma saman í hópi missi ég fókus og mig langar mig bara að fara heim.“ Hvernig er þá að stíga á svið og koma fram fyrir stóran hóp fólks? „Það er í fína lagi. Þá er ég bara einn á sviðinu eða með nokkrum góðum vinum og áhorfendur verða eins og ein heild, einn einstaklingur. Ég er bara mjög feiminn, það getur tekið mig viku að taka upp símann og hringja í fólk til að biðja það um að spila með mér. Þess vegna er ég mikið einn. Svona er bara að vera með áráttu, kvíða og athyglisbrest,“ segir Svavar Knútur og hlær innilega. uppvakningar eru ekkert grín Ég spyr hann út í þau verkefni sem hann er með á prjónunum. Hann gaf út jólaplötu í desember með þeim Kristjönu Stefánsdóttur og Ragnheiði Gröndal. Þar áður kom út diskurinn Ölduslóð og segist Svavar Knútur vera hægt og rólega að vinna að næsta persónulega diski. „Svo er ég að vinna að zombie-söngleik. Það verða svona lög og sögur um uppvakninga. Ég er kominn með tvö, þrjú lög og er að velta Viðtal Dagur Gunnarsson LJÓSMYNDIR: DAGUR GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.