Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 40

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 40
03/06 Viðtal því fyrir mér hvernig þetta virkar. Ég er að hugsa um að láta þetta verða heilræðasöngleik. Svona hvernig á að lifa þetta af.“ Þarna sló Svavar Knútur viðmælandann ögn út af laginu. Það blundar greinilega uppvakningaáhugi í ólíklegasta fólki. Svavar Knútur segist ætla að skoða þetta fyrirbæri frá ólíkum sjónarhornum og skoða hvers konar lífi uppvakningar lifa, þannig að persónuleg sjónarmið þeirra muni einnig líta dagsins ljós. Hann ætlar líka að skoða óttann. Ótta okkar hinna sem höfum ekki breyst í uppvakninga. „Við erum öll ólík og nálgumst þennan ótta á mismunandi hátt,“ segir Svavar Knútur og það er ekki að sjá á honum að hann sé að gantast. Enda eru uppvakningar ekkert grín. ímynd sem segir ekki alla söguna „Ég hef mjög gaman af ógeðskúltúr en þá á ég ekki við rómantísku útgáfuna þar sem allar vampýrur og varúlfar virðast vera kynþokkafull ungmenni sem gráta silfurtárum. Ég er meira fyrir gróteskuna og viðbjóðinn. Ég hef alltaf borið mikla skrímslaást í brjósti. Mikið af því sem ég hef verið að hugsa og semja um hefur verið skrímslakennt. En svo tek ég alltaf textann og laga hann til svo hann hættir að verða skrímslalegur og verður bara svona mannlegur,“ segir Svavar Knútur og hefur með þessum orðum komið blaða- manninum ögn á óvart. „Það mun á endanum líka koma frá mér skrímslaplata,“ segir hann og tæmir fjórða kaffibollann á um það bil 20 mínútum. Ég játa fyrir honum að skrímsla- og ógeðsáhuginn komi mér ögn á óvart og stingi mjög í stúf við ímyndina af hinum ljúfa og góða ömmustrák og trúbador. Hann hlær og segir svo að honum þyki líka mjög vænt um þá hlið á sjálfum sér. „Við erum öll svo margbrotin. Ég hef aldrei getað verið eitthvað eitt. Oft finn ég það að fólk hefur gengið út frá því að ég sé bara þessi ljúfi ömmustrákur en ég segi mikið af ógeðslegum sögum á tónleikum. Svona sögur þar sem ég hegg af fólki höfuðin og blóðið spýtist út um allt og innyflin „Ég er bara mjög feiminn, það getur tekið mig viku að taka upp símann og hringja í fólk til að biðja það um að spila með mér. Þess vegna er ég mikið einn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.