Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 42

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 42
05/06 Viðtal liggja úti. Sem sagt mikill horror. Fólk á það til að labba út og sendir mér reiðileg bréf og útgefandinn minn hefur fengið gusur yfir sig, kvartanir yfir því hvað ég sé ógeðslegur,“ segir Svavar Knútur og viðurkennir að það sé trúlegast vegna þess að fólk eigi ekki von á hryllingi úr þessari átt. „Já, fólk tekur því bara sem gefnu að ég sé einhver blíð mannvera sem eigi ekki til ljótar hugsanir. Það er mín reynsla að blíðasta fólkið geymir einhvern óhugnað innra með sér, er með stærstu beinagrindurnar faldar í sínum skáp. Ég er alltaf hræddastur við heilagt fólk. Þá fara viðvörunarbjöllur af stað og ég hugsa að þarna búi skrímsl. Þeir sem hvað mest lýsa yfir eigin ágæti og fegurð hræða mig,“ segir Svavar Knútur og hlær við. leikur sjálfan sig og alla íslendinga á sviði í Þýskalandi Hann hefur töluverða reynslu af því að þvælast um Evrópu og hefur farið í nokkrar tónleikaferðir einn með gítar og lestarpassa og hyggur á útgáfu á nýjum diski með evrópskum sönglögum sem verður sérstaklega hugsaður fyrir Evrópu- markað. „Ég hef svo mikinn áhuga á Brahms og Fauré, þetta er ein pælingin, og svo er ég líka að fara út í það að semja íslenskar morðballöður. Það er ekki mikið til af slíku hér. Sofðu unga ástin mín er í raun ein af fáum morðballöðum sem við eigum. Það eru þessar flottu sögur sem heilla mig, já, fyrir utan eilífðarverkefnið mitt. Að vera söngvaskáld sem segir sögur af eigin lífi á heiðarlegan hátt.“ Svavar Knútur segir útsendara Kjarnans einnig frá öðru áhugaverðu verkefni sem nú stendur fyrir dyrum í Þýska- landi. „Núna er ég klofinn í sjö parta líkt og sál Voldemorts og hleyp um eins og hauslaus hæna en ég er að fara út í nokkra mánuði að æfa, semja tónlist og leika í leikriti sem heitir Iceland One Way – Therapiert uns bitte. Þetta fjallar um óvenjulega hjónameðferð sem þýskt par fer í til Íslands til að reyna að lappa upp á sambandið og hittir þar mig. Persónan sem ég leik er byggð á mér en ég er jafnframt allskonar fólk. Ég er þjónn, trúbador og rútubílstjóri, ég er sem sagt allir Íslendingar í þessu leikriti. Í verkinu er ég látinn leiða þessi hjón í gegnum ákveðið þroskaferli sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.