Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 50

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 50
05/06 álit flest öll OECD-ríkin að Bandaríkjum Norður-Ameríku undan- skildum. Við fæðingu getur íbúi OECD-landanna vænst þess að ná 80,1 árs aldri. Nýfæddir íbúar í Bandaríkjunum geta að- eins vænst að ná 78,7 ára aldri en nýfæddur Íslendingur get- ur vænst þess að ná 82,4 ára aldri samkvæmt yfirliti OECD, (OECD, 2013). Ástæðan er ekki sú að Bandaríkjamenn eyði minna fé til heilbrigðismála á heildina litið en önnur lönd OECD. Þvert á móti. Heildarútgjöld USA til heilbrigðis mála nema 17,7% af vergri landsframleiðslu. Samsvarandi tala fyrir meðaltal OECD er 9,3% og 9% fyrir Ísland. Bandaríkja- menn nota um það bil tvöfalt stærri hluta landsframleiðslu sinnar í heilbrigðisútgjöld en aðrar efnaðar þjóðir en ná samt lakari árangri hvað varðar lífslengd en þær. Það eru margar samþættar skýringar á því hversu dýrt bandaríska kerfið er og hversu óskilvirkt það er samanborið við önnur kerfi. Hið opinbera í Bandaríkjunum niðurgreiðir vissulega hluta af heilbrigðisútgjöldum, m.a. með skattaafslætti. En skyldu- tryggingu hefur ekki verið beitt fyrr en nýlega. Ætli stór hluti af skýringunni á meiri skilvirkni heilbrigðisútgjalda í öðrum OECD ríkjum en Bandaríkjunum sé ekki að þau ríki styðjast við kerfi opinberra (að hluta til niðurgreiddra) heilbrigðistrygginga. niðurstaða Ef dósaopnari er ekki til staðar á „eyðieyju“ hagfræðingsins, efnafræðingsins og eðlisfræðingsins verða þeir kumpánar að finna aðra aðferð til að opna niðursuðudósirnar sínar. Það hefur ekkert gildi þar og þá að ímynda sér að maður hafi dósaopnara í höndunum. Það er ekki hægt að opna niðursuðudós með ímyndun. Raunverulega aðgerð þarf til. Sama á við um greiningu á gagnsemi opinberra heilbrigðis- trygginga. Sú aðferð að spyrja um hlutverk opinberra heilbrigðis trygginga í ímynduðum heimi fulkominna mark- aða er ómark, rökleysa, afvegaleiðing. Opinberar heilbrigðis- tryggingar eru lausn á raunverulegum vanda sem kemur upp í raunverulegum samfélögum. Hér að ofan hafa verið rakin nokkur dæmi um markaðsbresti á heilbrigðissviðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.