Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 68

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 68
05/05 kVikmyndir Sonur tony montana Faðir Qubeka var hviklyndur karakter, giftist sjö sinnum og vann fyrir aðskilnaðarstjórnina. Hann sankaði að sér töluverðum auði í skugga eymdar samlanda sinna. „Ég hef alltaf látið föður minn njóta sannmælis fyrir áhuga minn á kvikmynda gerð, því líf hans var ein stór bíómynd. Það var eins og að vera sonur Tony Montana, bókstaflega!“ Jahmil Qubeka telur miklar líkur á því að faðir hans hafi átt þátt í alræmdu fjöldamorði í Lesótó árið 1982. Árið 1993 framdi faðir hans síðan sjálfsmorð sama dag og hann banaði unnustu sinni. Hann var þá 57 ára gamall og hún 23 ára. Þremur árum seinna myrti eldri bróðir Jahmils unnustu sína. „Ég hef upplifað kynbundið ofbeldi frá fyrstu hendi. Ofbeldi gegn konum. Í Suður-Afríku er ofbeldi gegn konum því miður með því mesta í heiminum. Það er eitthvað mikið að í samskiptum karla og kvenna þegar karlar vilja leysa ágreining með ofbeldi,“ segir Qubeka. Þessi mjög svo sorglega reynsla úr fjölskyldusögu Qubeka skilaði sér í persónusköpun Parker Sithole, aðalpersónunnar í Of Good Report. „Ég hef lifað meðal úlfa. Ég skil þankagang þeirra. Ég skil samtölin sem þeir eiga við sjálfa sig til að réttlæta gjörðir sínar. Það heillaði mig og ég hafði alla þessa innsýn svo það var auðvelt að færa hana yfir í myndina. Ég vildi ekki sveipa viðfangsefnið töfraljóma og vildi ekki prédika. Ég vildi bara deila því með almenningi, svo það var mjög geðhreinsandi að búa Parker til.“ gott gengi erlendis Of Good Report hefur verið sýnd á fjölda kvikmyndahátíða bæði í Evrópu og í Ameríku. Myndin vann verðlaun á Pan African Film Festival í Los Angeles og er tilnefnd til fjölda verðlauna á South-African Film & Television Awards sem haldin er í næsta mánuði. Þá keppir Of Good Report meðal annars við Mandela: Long Walk to Freedom. Í apríl verður síðan sérsök sýning á myndinni á Akureyri á vegum kvikmyndaklúbbsins Kvikyndi. Myndin var áður sýnd í Bíó Paradís í janúar siðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.