Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 73

Kjarninn - 20.03.2014, Blaðsíða 73
04/05 Bílar djúpt í virkni fleiri kraftaverkatóla, en vert er að nefna segul sem „raðar“ kolefniskeðjum í bensíninu á hagkvæmari hátt, jónunartæki sem tengir saman kertaþræði og á óútskýran- legan hátt eykur bruna og „raftúrbínu“, viftu sem á að auka loftflæði til vélarinnar. Þá er óupptalið gríðarlegt úrval af alls kyns bætiefnum sem laga öll mein sem ímyndunaraflið býður upp á. „Sannanirnar“ sem væntanlegum kaupendum er boðið upp á eru venjulega reynslusögur annarra kaupenda. Rann- sóknir sem sýna ekki fram á neinn sparnað af notkun krafta- verkabúnaðarins eru annaðhvort gallaðar, eiga ekki við eða eru framkvæmdar af einhverjum ógeðslega vondum olíurisa. en það virkar samt! Reynsla kaupenda virðist af einhverjum ástæðum ekki lúta sömu lögmálum og vandaðar rannsóknir. Það er ástæðulaust að efast um alla þá sem segjast hafa náð fram sparnaði með því að fjárfesta í áðurnefndum búnaði. Setjum okkur í þeirra spor: Ég er á leiðinni út á lífið. Skelli mér fyrst í herrafata- verslun og dressa mig upp. Lít í spegilinn, er ánægður með kaupin, þó að þau hafi kostað sitt. Svo dembi ég mér á galeiðuna, ánægður með mig. Ég tek eftir því að dömurnar horfa á eftir mér og aðrir karlmenn verða örvæntingarfullir í návist minni. Ég er flottastur á svæðinu, ég veit það bara. Það kostaði að vísu dágóða summu en sannanirnar blasa við. Það er sumsé gráa gumsið í hattastandinum sem gerir þetta kleift. Bensínfóturinn léttist ómeðvitað þegar athyglin er á eyðslunni. Eyðslan minnkar – í alvörunni! En var ekki óþarfi að létta veskið í leiðinni? einfalt er best Það eru ótal leiðir til að ná fram raunverulegum eldsneytis- sparnaði en þær eru því miður allar frekar leiðinlegar og óspennandi. Reyndar hefur þú ábyggilega heyrt um þær allar áður. Það breytir því ekki að þær virka og kosta þig venjulega engin fjárútlát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.