Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 20

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 20
03/06 EfnahagSmáL árið 2010. Þar var um að ræða eingreiðslu upp á tæpar þrjátíu milljónir króna til framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, sem tók mið af hagnaði sjóðsins af markaðsviðskiptum. Ragnar Z. og Magnús Ægir höfðu báðir ákvæði í ráðn- ingarsamningum sínum um sex mánaða uppsagnarfrest, auk ákvæðis um að að uppsagnartíma loknum skyldu þeir halda fullum launum í átján mánuði. Ef þeim yrði hins vegar gert að hætta störfum innan umsamins uppsagnar- tíma skyldi greiða þeim full laun í tvö ár frá því að uppsagnarfresturinn byrjaði að líða. Mánaðarlaun stjóranna voru 2,3 milljónir, en þeir nutu sömuleiðis 36 prósenta viðbótarframlags í séreignarsjóð, sem var langt umfram ákvæði kjarasamninga. Framkvæmdastjórar fyrirtækjasviðs, Byrs verðbréfa og fjármálasviðs voru með ákvæði í ráðningar samningum sínum um níu mánaða uppsagnarfrest, auk ákvæðis um að uppsagnarfrestur yrði greiddur ef þeim yrði gert að hætta störfum án tafar. Þá hafði framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs til afnota bifreið samkvæmt ráðningar- samningi, en hann hélt yfirráðum yfir henni í tíu og hálfan mánuð eftir starfslok. Framkvæmdastjóri Byrs verðbréfa og framkvæmdastjóri fjármálasviðs héldu yfirráðum sínum yfir bifreiðum sem þeir höfðu yfirráð yfir út uppsagnarfrestinn. athugasemdir við útlánasafn Byrs Í mars 2009 skilaði endurskoðunarfyrirtækið KPMG, sem var ytri endurskoðandi Byrs, sérstakri skýrslu um skoðun á útlánum sjóðsins. Helstu niðurstöður voru þær að fjármálakreppan hefði haft mjög slæm áhrif á útlána- safn sjóðsins og ljóst væri að háar upphæðir myndu tapast. Stærstu fyrirsjáanlegu útlánatöpin tengdust Baugi Group, Stoðum (áður FL Group) Runnafélögum Þorsteins M. Jónssonar kennds við Kók, Hansa, félagi Björgólfs Guðmundssonar, og eignarhaldsfélögum sem keyptu hluti í Sparisjóðabanka Íslands (þá Icebank) haustið 2007 með lánveitingum frá Byr sem voru flestar með veð í hlutabréfunum sjálfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.