Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 23

Kjarninn - 17.04.2014, Blaðsíða 23
05/06 EfnahagSmáL lánagjörninga. Þar er fjallað um fasteignafélagið Shelley Oak, en saga þess er um margt áhugaverð. Shelley Oak var breskt félag um fasteignaverkefni í London, og tók að sér svokallaða millilagsfjármögnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vildu þróa og byggja íbúðar- húsnæði. Bankar fjármagna gjarnan framkvæmdir upp að 80 prósentum og taka fyrsta veðrétt, millilagslán koma þá til viðbótar en þá ekki á fyrsta veðrétti. Í byrjun janúar 2006 hafði Árni Helgason, félagi Jóns Þor- steins Jónssonar stjórnarformanns Byrs, samband við sjóðinn um hugsanlega þátttöku hans í fjármögnun fasteigna- verkefna í Bretlandi. Félagið Saxbygg, sem var í helmings eigu félags sem Jón Þorsteinn átti tuttugu prósenta hlut í, hafði þegar aðkomu að verkefninu og hvatti Jón Þorsteinn Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóra til að skoða málið nánar. Á fundi Saxbygg, Byrs og Shelley Oak 18. október 2006 var ákveðið að verðmæti Shelley Oak væri 1,2 milljónir sterlings- punda. Stjórn Byrs samþykkti nokkrum dögum síðar að kaupa 34 prósenta hlut í félaginu miðað við fyrirliggjandi verðmat. Ekki er að sjá af stjórnarfundargerð að fyrir fund- inn hafi verið lögð gögn sem gerðu grein fyrir eigendum og stjórnendum Shelley Oak eða sögu og skipulagi félagsins. Þá réðist sjóðurinn ekki heldur í áreiðanleikakönnun á fasteigna félaginu áður en kaupin fóru fram. Í október 2007 voru lagðar fyrir stjórn Byrs hugmyndir um að auka eignarhlut Byrs í félaginu. Árni Tómasson, fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis og eigandi AT ráðgjafar, sem fengið var til að vinna verðmat á Shelley Oak, mat virði þess á 3,6 milljarða króna. Stjórnendur Byrs töldu það verðmat glórulaust. Stuttu síðar náðist samkomulag um að Byr keypti 16,1 prósents hlut í félaginu af öðrum hlut- höfum miðað við að verðmat félagsins væri um 2,5 milljarðar króna. Fjárfesting Byrs nam því 403 milljónum króna, en með kaupunum eignaðist hann 50,1 prósents hlut í Shelley Oak, sem varð þá dótturfélag sparisjóðsins. Á stuttum starfstíma hafði verðmæti Shelley Oak hækkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.