Kjarninn - 17.04.2014, Síða 23

Kjarninn - 17.04.2014, Síða 23
05/06 EfnahagSmáL lánagjörninga. Þar er fjallað um fasteignafélagið Shelley Oak, en saga þess er um margt áhugaverð. Shelley Oak var breskt félag um fasteignaverkefni í London, og tók að sér svokallaða millilagsfjármögnun fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vildu þróa og byggja íbúðar- húsnæði. Bankar fjármagna gjarnan framkvæmdir upp að 80 prósentum og taka fyrsta veðrétt, millilagslán koma þá til viðbótar en þá ekki á fyrsta veðrétti. Í byrjun janúar 2006 hafði Árni Helgason, félagi Jóns Þor- steins Jónssonar stjórnarformanns Byrs, samband við sjóðinn um hugsanlega þátttöku hans í fjármögnun fasteigna- verkefna í Bretlandi. Félagið Saxbygg, sem var í helmings eigu félags sem Jón Þorsteinn átti tuttugu prósenta hlut í, hafði þegar aðkomu að verkefninu og hvatti Jón Þorsteinn Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóra til að skoða málið nánar. Á fundi Saxbygg, Byrs og Shelley Oak 18. október 2006 var ákveðið að verðmæti Shelley Oak væri 1,2 milljónir sterlings- punda. Stjórn Byrs samþykkti nokkrum dögum síðar að kaupa 34 prósenta hlut í félaginu miðað við fyrirliggjandi verðmat. Ekki er að sjá af stjórnarfundargerð að fyrir fund- inn hafi verið lögð gögn sem gerðu grein fyrir eigendum og stjórnendum Shelley Oak eða sögu og skipulagi félagsins. Þá réðist sjóðurinn ekki heldur í áreiðanleikakönnun á fasteigna félaginu áður en kaupin fóru fram. Í október 2007 voru lagðar fyrir stjórn Byrs hugmyndir um að auka eignarhlut Byrs í félaginu. Árni Tómasson, fyrrverandi formaður skilanefndar Glitnis og eigandi AT ráðgjafar, sem fengið var til að vinna verðmat á Shelley Oak, mat virði þess á 3,6 milljarða króna. Stjórnendur Byrs töldu það verðmat glórulaust. Stuttu síðar náðist samkomulag um að Byr keypti 16,1 prósents hlut í félaginu af öðrum hlut- höfum miðað við að verðmat félagsins væri um 2,5 milljarðar króna. Fjárfesting Byrs nam því 403 milljónum króna, en með kaupunum eignaðist hann 50,1 prósents hlut í Shelley Oak, sem varð þá dótturfélag sparisjóðsins. Á stuttum starfstíma hafði verðmæti Shelley Oak hækkað

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.