Kjarninn - 17.04.2014, Qupperneq 28

Kjarninn - 17.04.2014, Qupperneq 28
03/04 grEining stærsta eiganda bankans. Þegar Kaupþing og Exista féllu var ljóst að sjóðirnir þrír væru komnir í vanda sem þeir gætu ekki yfirstigið. Byr batt sig við hóp sem tengdist stærstu eigendum Glitnis, Baugi og fylgihnöttum, og lánaði honum risavaxnar fjárhæðir. Engar viðskiptalegar forsendur geta talist fyrir sumum þeirra lánveitinga og eru þær til rann- sóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Alls tilkynnti rannsóknarnefnd um sparisjóðina 21 mál til ríkissaksóknara. Hann á síðan að vísa þeim áfram til þar til bærra embætta. Þau eru sérstakur saksóknari og eftir atvik- um Fjármálaeftirlitið. Auk þess rann sakar embætti sérstaks saksóknara nú þegar um tíu mál sem tengjast þeim. Hluti þeirra mála snýr að Sparisjóðnum í Keflavík og er meðal annars byggður á leyniskýrslu endurskoðunar fyrirtækisins PwC um sjóðinn sem skilað var í apríl 2011 og Kjarninn birti í heild sinni í fyrstu útgáfu sinni, 22. ágúst 2013. Hana má nálgast hér. Heimildir Kjarnans herma að nánast öll þessi mál tengist stærstu fjórum sjóðunum. Þau mál sem vísað var til ríkis- saksóknara eru margs konar. Þau snúast meðal annars um meinta markaðsmisnotkun og innherja- og umboðssvik. hluti málanna fyrndur Hluti málanna fellur hins vegar undir sérrefsilög, ekki hegningar lög. Ef refsirammi þeirra er undir tveggja ára fangelsi geta slík mál fyrnst á fimm árum. Samkvæmt heim- ildum Kjarnans á það við um hluta þeirra mála sem rann- sóknarnefndin vísaði til ríkissaksóknara að þau eru fyrnd. Rannsókn málsins gæti hins vegar leitt til þess að viðeigandi embætti færðu sum brotanna undir hegningarlög sem eru ekki þar núna. Eitt vandamál blasir hins vegar við. Fjármálaeftirlitið hætti hrunrannsóknum í byrjun árs 2013. Þótt innan embættisins sé enn starfandi sérstakur rannsóknarhópur innan vettvangs- og verðbréfaeftirlits er geta þess til að takast á við stórtækar rannsóknir mjög skert. Þetta skiptir miklu máli, til dæmis varðandi rannsóknir „Samkvæmt heimildum Kjarn- ans á það við um hluta þeirra mála sem rann- sóknarnefndin vísaði til ríkis- saksóknara að þau eru fyrnd.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.