Kjarninn - 08.05.2014, Blaðsíða 59

Kjarninn - 08.05.2014, Blaðsíða 59
50/51 álit Mikil ábyrgð felst í því að búa við lýðræði; það þarf að gangast við henni og mynda sér upplýstar skoðanir. Það þarf að skoða málið í samhengi, huga að heildarhagsmunum fram yfir einkahagsmuni og án þess að gengið sé á rétt neins. Það má segja að við séum í betri aðstöðu nú en oft áður að nýta okkur lýðræði. Almenningur er meðvitaðri um rétt sinn, hefur betri aðgang að upplýsingum og er því hæfari til að taka þátt í ákvörðunum um nærumhverfi sitt. Algjör forsenda þátttöku íbúa er að þeir hafi aðgang að upplýs- ingum. Það þarf líka að vanda vel til upplýsingagjafar. Ótakmarkaður aðgangur er ekki endilega lausnin. Upplýs- ingarnar þurfa að vera vel framsettar og skiljanlegar, settar í samhengi. Netið er frábær vettvangur og tæki til þátttöku og upplýsingagjafa en ekki nýta sér það allir. klessukeyrt lýðræði Æ oftar kemur upp krafa um atkvæða- greiðslu um umdeild mál en það mætti segja að atkvæðagreiðsla án upplýstrar umræðu sé misbeiting á lýðræði. Kostirnir eru þrengdir við já eða nei, af eða á. Dregnar eru upp of einfaldaðar myndir og hugmyndirnar fyrir fram ákveðnar. Betra væri ef hugmyndirnar mótuðust með víðtæku samráði frá upphafi, byggða á upplýsingagjöf og þar sem ólíkar raddir heyrast. Á flugvöllurinn að fara eða vera? Bakvið spurninguna eru fjölmargar aðrar spurningar. Fara hvert? Og ef hann verður áfram, hvar á að koma fyrir þeirri uppbyggingu sem er fyrir- huguð á flugvallasvæðinu? Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæð- inu er áætluð um 70 þúsund til ársins 2040. Byggingaland er takmörkuð auðlind. Hvar á þá að koma því fólki fyrir? Það er að mörgu að huga og það þarf að skoða alla fleti í sanngirni og sátt. Að smætta svona stórar ákvarðanir niður í tvo póla, með eða á móti, er atlaga að lýðræðislegum gildum. Hætt- an er að ákvarðanir mótist af áhuga þeirra sem eru virkir þáttakendur frekar en af almannahag. „Reykjavík er í örum vexti. Húsnæðis- skortur í borginni er raunveru legt vandamál og þétting byggðar er eina skynsam- lega lausnin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.