Kjarninn - 08.05.2014, Blaðsíða 77

Kjarninn - 08.05.2014, Blaðsíða 77
64/65 íÞróttir johnny manziel 21 árs leikstjórnandi – 1,83 m að hæð – 94 kg að þyngd Johnny Manziel er afar athyglisverður leikmaður. Hann spilar mikilvægustu stöðu leiksins og því mun hvíla á honum mikil pressa um að standa sig. Manziel fékk árið 2012 Heisman-bikarinn, sem er veittur besta leikmanni háskólaboltans ár hvert, en hann varð fyrsti nýneminn í sögunni til þess að vinna verðlaunin. Það mætti líkja honum við töframann því hann er með eindæmum lunkinn við að koma sér undan varnarmönnum og gefa sér meiri tíma til að kasta boltanum til liðsfélaga sinna. Auk þess að vera með sterkan handlegg er Manziel einnig snöggur og góður í að hlaupa sjálfur með boltann ef engir góðir sendingarmöguleikar eru í boði. Veikleikar hans eru að vera heldur lágvaxinn fyrir stöðuna, sem gæti gert honum erfitt að sjá yfir sóknarlínumenn og þar með að finna útherja sína. Manziel er einnig þekktur glaumgosi sem þykir gaman að skemmta sér. Sá lífsstíll leiðir til spurninga varðandi það hversu fókuseraður hann er á atvinnu sína. Líklegustu áfangastaðir eru Houston Texans (1. valréttur), Jacksonville Jaguars (3. valréttur) og Cleveland Browns (4. valréttur). sammy Watkins 20 ára útherji – 1,85 m að hæð – 96 kg að þyngd Sammy Watkins stendur upp úr þegar talað er um útherja í valinu. Watkins er stórhættulegur sóknar- maður sem að getur skorað í hvert einasta skipti sem hann grípur boltann. Watkins er leiftur snöggur og með frábærar hendur og þar með martröð fyrir varnarmenn að dekka. Getur unnið leiki upp á sitt eindæmi. Hefur fáa galla, sem allir ættu að hverfa með góðri og markvissri þjálfun. Verður að öllum líkindum valinn með einum af 10 fyrstu valréttunum og senni- lega einum af 5 fyrstu. Líklegustu áfangastaðir eru Jacksonville Jaguars (3. valréttur), Cleveland Browns (4. valréttur)og Tampa Bay Buccaneers (7. valréttur).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.