Kjarninn - 08.05.2014, Blaðsíða 78

Kjarninn - 08.05.2014, Blaðsíða 78
65/65 íÞróttir michael sam 24 ára varnarlínumaður – 1,88 m að hæð – 118 kg að þyngd Þrátt fyrir alla umfjöllunina sem Michael Sam hefur fengið munu það vera hæfileikar hans sem leikmanns sem skera úr um hversu góður hann verður og hvenær hann verður valinn. Áður en hann opinberaði samkyn- hneigð sína var talið líklegt að hann yrði valinn í þriðju eða fjórðu umferð en nú er talið líklegra að hann verði valinn í fimmtu til sjöundu umferð. Sam stóð sig ekki vel í hinum ýmsu æfingum á hinu árlega „Scouting Combine“ þar sem hann m.a. hljóp hægar en búist hafði verið við. Mun sennilega þurfa að skipta um stöðu sem atvinnumaður þar sem hann er heldur of lítill fyrir núverandi stöðu. Helsti kostur hans er óstöðvandi mótor og að hann gefst aldrei upp. Athyglisverðast verður þó að sjá hvort kynhneigð hans muni hafa einhver áhrif á það hvenær hann er valinn og hvernig honum verður tekið í búningsklefanum. Flestir eru á þeirri skoðun að hvorugt muni vera vandamál þó svo að ekki séu auðvitað allir sammála. teddy bridgewater 21 árs leikstjórnandi – 1,91 m að hæð – 97 kg að þyngd Teddy Bridgewater er mesta spurningarmerkið af leikmönnum nýliðavalsins. Í lok tímabilsins var hann talinn vera besti leikstjórnandinn sem væri í boði en nú á síðustu mánuðum þegar liðin hafa grandskoðað hvern einn og einasta leikmann virðist svo ekki vera lengur. Manziel og fleiri hafa tekið við keflinu sem efnilegustu leikstjórnendurnir á meðan óvissa ríkir um með hvaða valrétti Bridgewater verði valinn. Það gæti allt eins reynst að hann verði valinn mjög snemma og þessar sögusagnir hafi verið blásnar upp af fjölmiðlum eða þá að þær eru sannar og hann verður valinn seint í fyrstu umferð eða jafnvel síðar. Bridgewater hjálpaði ekki sjálfum sér hvað þetta varðar því hann átti skelfilega æfingu þar sem útsendarar allra liða voru samankomnir. Þar kastaði hann lélegum og ónákvæmum boltum. Á hinn bóginn stóð hann sig frábærlega í alvöru leikjum, sem á endanum verður að vega þyngra. Bridgewater hefur fáa veikleika en er tækni- lega séð afar góður, mikill leiðtogi og býr yfir miklum leik skilningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.