Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 13

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 13
06/06 eFnahagsmál ryðja keppinautum fyrirtækisins úr vegi. Með öðrum orðum er með þessu skilyrði leitast við að fyrirbyggja að bankar freistist til þess að hámarka virði fyrirtækja út frá væntan- legri fákeppnisstöðu og fákeppnishagnaði sem er sóttur með því að víkja til arðsemissjónarmiðum tímabundið til hliðar með langtímamarkmið um fákeppni að leiðarljósi.“ Fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem ekki fóru í fangið á lánardrottnum sínum og hafa neyðst til að hagræða til að halda sjó hafa kvartað undan því að áhyggjur Samkeppnis- eftirlitsins hafi raungerst. Tap í greininni árið 2011 nam um 1.900 milljónum króna og um 1.700 milljónum króna árið eftir. Í skýrslu eftirlitsnefndar til efnahags- og viðskipta- ráðherra um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, sem skilað var í september árið 2011, kom fram að fjögur verktaka- og byggingarfyrirtæki hefðu fengið tæplega 27 milljarða króna skuldaeftirgjöf. Þá miðaðist talan við stöðuna 30. júní 2011. Fimm fyrirtæki fengu meira en milljarð í eftirgjöf Á umræddu tímabili, árin 2010 til 2012, var fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð veitt skuldaeftir- gjöf í 142 tilfellum. Meðalfjárhæð skulda eftirgjafarinnar var tæplega 109 milljónir króna. Samkvæmt rannsókn Kjarnans fengu fimm fyrirtæki milljarð króna eða meira í eftirgjöf á tíma bilinu. Félagið Stekkj- arbrekkur ehf. fékk 3,3 milljarða króna eftirgjöf skulda árið 2011, einkahlutafélagið Ásver fékk 1,6 milljarða króna eftir- gjöf skulda árið 2010 og skuldir Blikastaða ehf. voru gefnar eftir fyrir 1,7 milljarða króna árið 2011. Þá fékk einkahlutafé- lagið Seljavegur ehf., 1,3 milljarða króna skuldaeftirgjöf árið 2011 og félagið Klettás-Fasteignir ehf. fékk 1,2 milljarða króna skuldaeftirgjöf árin 2011 og 2012. Páll Gunnar Pálsson Forstjóri Samkeppniseftirlits- ins hefur lagt áherslu á að bankar láti ekki arðsemis- sjónarmið ráða för við yfirtöku á fyrirtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.