Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 19

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 19
11/13 menntamál ríkti í samfélaginu hafi hún þurft að hugsa sig verulega um hvort hún ætti að senda hana inn. „Ég man að það var tölu- verður titringur í mér. Ég hélt að Kaupþing yrði brjálað og ég fengi Sigurð Einarsson á línuna og í fjölmiðlum að gera lítið úr mér sem háskólakennara. En það bara heyrðist ekkert,“ segir Guðrún. Hún bætir við að þegar háskólamenn tjái sig um hitamál í samfélaginu sé raun- veruleg hætta á að það hafi áhrif á stöðu viðkomandi sem fræðimanns. „Ég hef mætt mjög góðum skilningi Í Háskóla Íslands. Þegar bókin mín um bankahrunið kom út nýverið lét ég yfirmenn deildarinnar vita og sagði að það væri alveg klárt mál að einhverjir yrðu ósáttir við það. Ég spurði hvort þeir væru tilbúnir að styðja mig og svarið var: já, til þess erum við,“ segir Guðrún. Þóra Hallgrímsdóttir hefur ritað bein- skeytta pistla þar sem kastljósinu hefur meðal annars verið beint að verjendum sakborninga í efnahagsbrotamálum sem tengjast efnahagshruninu (linkur: http:// kjarninn.is/rettarrikisspjaldid), en þeir hafa farið mikinn í fjölmiðlum um brot á réttindum skjólstæðinga sinna. Þóra segist ekki hafa velt því mikið fyrir sér hvort þetta gagnrýna sjónarhorn kynni að kalla á hörð viðbrögð. „Í skrifum mínum reyni ég að sýna að það séu nokkrar hliðar og setja hið gagn- rýna ljós á einhver viðfangsefni og þá ekki endilega þannig að ég sé með brennandi afstöðu í málinu heldur til að fá fólk til að hugsa og skoða ólík sjónarhorn. Í þessu tilviki fannst mér ég þurfa að benda á hvernig lögmenn í þessum málum tjá sig um þau miðað við önnur mál, en hægt er að færa rök fyrir ákveðinni PR-mennsku í kringum þessi mál þótt lög- mennirnir séu kannski ekki endilega alveg á því. Og það er eðlilegt að ólík sjónarmið séu á lofti,“ segir Þóra. Beinskeytt Þóra Hallgrímsdóttir hefur rit- að beinskeytta pistla þar sem kastljósinu hefur verið beint að berjendum sakborninga í efnahagsbrotum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.