Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 27

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 27
18/23 viðskipti h versu magnað væri það ef allir í samfélaginu ekki aðeins vissu af ákveðinni rafmynt, heldur ættu eitthvað af henni líka? Mér fannst hugmyndin frábær,“ segir Bandaríkja- maðurinn David Lio um hugmyndina að baki íslensku rafmyntinni Auroracoin, eða AUR. Á undanförnum mánuðum hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að auka hróður myntarinnar. Meðal annars heldur hann úti heima- síðunni auroracoin.com og hefur kynnt aurana á ráðstefnum vestanhafs tileinkaðar rafmyntum. David er búsettur í New York-borg, þar sem hann rekur lítið ráðgjafarfyrirtæki að nafni CoinHeavy. Það sérhæfir sig í svokölluðum rafmyntum eða dulkóðunargjaldmiðlum (e. cryptocurrency). Frægust og jafnframt verðmætust rafmynta er Bitcoin en til eru hundruð mismunandi rafmynta. Aurora- coin er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem útdeiling myntar- innar byggir á landfræðilegum grunni. Aldrei áður hefur rafmynt verið dreift til íbúa á ákveðnu svæði, eins og raunin varð í mars þegar Íslendingar gátu sótt sinn skammt af aurum. hreifst af hugmyndinni „Þegar ég fyrst sá tilkynninguna um Auroracoin á spjallborði um rafmyntir fannst mér hugmyndin afar áhugaverð. Sam- félag þeirra sem fylgjast með, þróa og nota rafmyntir er fyrst og fremst á netinu. Spjallborðin eru full af afar tæknifærum einstaklingum og þar eru margir tilbúnir að aðstoða við verkefni sem tengjast rafmyntum,“ segir David þegar hann er spurður um kynni sín af Auroracoin. „En þegar maður ræðir við einstaklinga sem standa utan samfélagsins spyrja þeir oft sömu spurningarinnar: Hvernig er rafmyntunum dreift? Þá eru þeir ekki að spyrja um tæknilegu hliðina heldur hverjir það eru sem raunverulega eiga myntirnar í dag. Spurningin á rétt á sér. Núna þegar hugbúnaðurinn er til og er opinn öllum (e. open source) er afar áhugavert að huga frekar að dreifingarleiðunum. Ég vissi ekki mikið um Ísland. Því meira sem ég fræddist, þeim mun betur leist mér á landið sem viðskipti Hallgrímur Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.