Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 33

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 33
23/23 viðskipti Þýðir verðfallið að tilraunin misheppnaðist? „Verðfall frá hverju er spurning sem vert er að spyrja,“ segir David. „Fyrir dreifingu auranna var verið að grafa eftir þeim og spákaupmenn áttu í viðskiptum með þá. Það er ekki einu sinni víst að svo margir hafi staðið að baki miklum sveiflum á myntinni í upphafi, markaðirnir eru litlir og magn við- skipta einnig. En það eru margir þarna úti sem hafa grætt milljónir dollara af rafmyntum, einkum Bitcoin, og eru mjög virkir á mörkuðum með ýmsar rafmyntir. Þeir hafa efni á að braska,“ segir David. „Þegar ég ræddi við aðra í kringum mig um aurana og dreifinguna þótti flestum ljóst að verðið myndi lækka eftir úthlutunina. Framboðið jókst hratt með tilheyr- andi verðlækkun. Ég tel að stóran hluta lækkunarinnar megi rekja til spákaupmanna sem yfirgáfu myntina. Ef þú býrð ekki á Íslandi er spákaupmennska eina ástæða þess að eiga AUR.“ David segir það of snemmt að segja til um árangur tilraunarinnar á bak við AUR. „Þetta mun taka tíma. Jafnvel þótt AUR hafi lækkað í virði gagnvart hefðbundnum gjald- miðlum er jákvætt að ákveðið jafnvægi hefur náðst. Það verður áhugavert að fylgjast með næstu umferð dreifingar aura. Jafnvel þótt það verði þeir sömu sem sækja myntina og áður hefjast samræður um hana á nýjan leik. Ég hef á til finningunni að samfélagið í kringum myntina fari stækk- andi, fólk sé áhugasamt og það prófi sig áfram,“ segir David, sem telur jafnframt að Reykjavík sé einhver áhugaverðasti staðurinn um þessar mundir í heimi rafmynta. „Hvergi annars staðar veit almenningur jafn mikið um rafmyntir.“ Hann bætir því við að hann dauðlangi að heimsækja Ísland og taka sjálfur púlsinn á hvernig hinn almenni Ís- lendingur líti á Auroracoin. „Ég ræði við Íslendinga á spjall- borðum og slíku um AUR en það er vafalaust bjagaður hópur þar sem einstaklinarnir eru þegar meðlimir í sam félagi rafmyntarinnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.