Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 57

Kjarninn - 15.05.2014, Blaðsíða 57
43/44 álit Smátt og smátt er líka að verða ljóst að fyrirkomulag þar sem kjörnir fulltrúar ráða öllu um skeið og eiga helst ekkert að hlusta á nöldrið í kjósendum er að ganga sér til húðar. Stöðugt er bent á nýjar leiðir til að ráðgast við borgarana um stærri og smærri mál utan við hefðbundnar kosningar. Reykjavíkurborg hefur á þessu kjörtímabili unnið að því að þróa tvenns konar þátttökuleiðir undir heitinu „Betri Reykjavík“ (sjá betrireykjavik.is). Annars vegar er það formlegur farvegur hugmynda og tillagna sem rökræddar eru á netinu og fara að lokum til afgreiðslu á viðeigandi sviði borgarinnar. Þannig geta Reykvíkingar sent tillögur sínar beint til þeirra nefnda sem fjalla um hvert og eitt mál. Þannig verður Reykjavík betri. Hverfin geta líka orðið betri, fallegri og skemmti- legri með aðstoð borgarbúa. Um það snýst verkefnið Betri hverfi. Þá fá borgararnir út- hlutað fé til viðhalds og framkvæmda í eigin hverfum. Þátttaka er ekki tímafrek. Fyrst er óskað eftir hugmyndum, þá er gefinn kostur á rökræðum um hugmyndirnar á netinu og að lokum er þeim raðað í forgangsröð sem ákvarðar hvaða hugmyndir verða framkvæmdar. Það má segja að Betri hverfi sé eins konar æfing enn sem komið er. Þátttökuverkefnum af þessu tagi mun fjölga í framtíðinni og þau stækka. Það er engin spurning. Borgin hefur líka átt samstarf við stjórnmálafræðinga sem vinna að þróun aðferða til samráðs við almenning. Hér var til dæmis á síðasta ári James Fishkin frá Stanford-háskóla sem hefur skipulagt svokallaðar rökræðukannanir víða um heim. Rökræðukannanir blanda saman aðferð skoðana- kannana og rökræðufunda til að sjá breytingar sem verða á viðhorfum fólks þegar það fær tækifæri til að kynna sér mál í hörgul. Það kemur í ljós að slíkar breytingar geta verið umtalsverðar. Stjórnmálamenn verða að átta sig á að samráð við al- menning er mjög mikilvægt. Aukið lýðræði íbúanna er „Aukið lýðræði íbúanna er einfald- lega framtíðin og hún er björt. Þetta fyrirkomulag felur ekki í sér einhvers konar lýðskrum eða takkalýðræði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.