Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 88

Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 88
02/06 fóTbolTi 1. ungVerjalanD – 1954 .UDIWDYHUNL²¯%HUQ Endur fyrir löngu áttu Ungverjar besta knattspyrnu- landslið heims. Það kann að koma nokkuð spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að Ungverjar hafa ekki komist á stórmót síðan 1986. Liðið sem hélt til Sviss árið 1954 var talið það langsigurstranglegasta af öllum. Stjörnuleikmenn liðsins voru Ferenc Puskás, Sándor Kocsis, Zoltán Czibor og József Bozsik, allt leikmenn Budapesti Honved sem var lið ungverska hersins. Þeir voru kallaðir Gullna liðið eða Hinir miklu Magyarar og spiluðu áferðarfallega og sveigjanlega knattspyrnu sem sumir vilja meina að sé undanfari Total Football Hollendinga 20 árum síðar. Þeir hreinlega úrbeinuðu öll lið fram að úrslitaleiknum. Í riðlakeppninni unnu þeir Suður-Kóreu 9-0 og Vestur-Þýskaland 8-3. Þeir unnu Brasilíu 4-2 í 8 liða úrslitum og heimsmeistara Úrúgvæ með sama mun í undanúrslitum. Úrslita- leikurinn gegn Vestur-Þjóðverjum er sennilega einn sá ótrúlegasti í sögunni og er kallaður Das Wunder von Bern (kraftaverkið í Bern). Ungverjar komust snemma í 2-0 en töpuðu 2-3. Þetta var eini tapleikur ungverska landsliðsins frá 1950 til 1956, þegar liðið leystist upp eftir byltinguna þar í landi. Ungverjar skoruðu 27 mörk, sem er met, á heimsmeistaramótinu 1954 í að- eins 5 leikjum og var Sándor Kocsis með 11 mörk, sem var það langmesta af öllum leikmönnum mótsins. 2. HollanD – 1974 Total Football Hollensk knattspyrna hefur aldrei verið jafn sterk og á áttunda áratugnum. Feyenoord varð Evrópumeistari árið 1970 og Ajax vann sama titil þrisvar í röð þar á eftir. Velgengnin endurspeglaðist í landsliðinu og ástæða þessarar velgengni var kerfi sem kallað hefur verið Total Football. Helsti hvatamaður þessa kerfis var þjálfarinn Rinus Michels, sem þjálfaði meðal annars Ajax, Barcelona og hollenska landsliðið árið 1974. Kerfið snerist um sveigjanleika, að útivallar- leikmenn gætu hlaupið í stöðu hvers annars án þess að brjóta upp uppstillinguna á vellinum. Kerfið krafðist mikillar tæknilegrar færni leikmanna og Hollendingar áttu nóg af færum leikmönnum, má þar nefna Johnny Rep, Johan Neeskens, Arie Haan, Ruud Krol og Johan Cruyff sem allir spiluðu eða höfðu spilað með gullaldarliði Ajax. Hollendingar gersigr- uðu yfirleitt andstæðinga sína á þessum tíma og fengu Íslendingar að kynnast því í undankeppninni. Hollendingar unnu leikina 5-0 og 8-1. Á lokamótinu unnu þeir bæði undanriðilinn og milliriðilinn léttilega og ber að nefna 4-0 sigur á Argentínumönnum og 2-0 sigur á heimsmeisturum Brasilíu. Þeir mættu Vestur- Þjóðverjum í úrslitaleiknum en töpuðu 2-1 eftir að hafa komist snemma yfir. Hollendingar komust aftur í úrslit heimsmeistarakeppninnar 1978 í Argentínu en þá án Cruyff, sem neitaði að spila af pólitískum ástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.