Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 89

Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 89
03/06 fóTbolTi 3. brasilÍa 1982 Heimsmeistararnir teknir í kennslustund Heimsmeistarakeppnin árið 1982 á Spáni er oft talin ein sú besta sem haldin hefur verið. Ein af ástæð- unum fyrir því er lið Brasilíumanna, sem spilaði sambabolta af bestu gerð. Liðið frá 1982 minnti á samlanda þeirra tólf árum áður, lið sem hafði Pele, Tostao og Jairzinho innanborðs, fór alla leið og er talið eitt það besta nokkurn tíma. Nú voru það Zico og Sócrates sem voru stjörnurnar og mynduðu eitt besta sóknarmiðjuteymi sem sést hafði. Auk þeirra má nefna stjörnur á borð við framherjann Éder, miðjumanninn Falcao og bakvörðinn Junior. Brasilíu- menn áttu í engum erfiðleikum í riðlakeppninni og unnu þar alla leikina gegn Sovétmönnum, Skotum og Nýsjálendingum. Síðan unnu þeir nágranna sína og ríkjandi heimsmeistara Argentínu nokkuð létt 3-1. Ekkert lið átti að geta stöðvað sigurgöngu þeirra en þá kom að leiknum sem kallaður var A tragédia do Sarriá (hörmungin á Sarriá). Brasilíumenn mættu Ítölum á Sarriá-vellinum í Barcelona þar sem stíf vörn og þrenna frá Paolo Rossi tryggði Ítölum 3-2 sigur og sæti í undanúrslitum en Brasilíumenn voru sendir heim. Leikurinn er oft talinn einn sá besti í sögu heimsmeistaramótsins en hann reyndist banabiti þessa frábæra liðs. 4. ÍTalÍa – 1990 )U£E¨UWPDUN5REHUWR%DJJLRJHJQ Tékkóslóvakíu Aldrei hefur ítölsk knattspyrna verið jafn sterk og á árunum frá 1985 til 1995 eða þar um bil. Serie A hafði flestar stórstjörnurnar og mestu vinsældirnar. Ítölsk félagslið röðuðu inn Evróputitlunum. Þegar kom að heimsmeistaramótinu 1990 var AC Milan Evrópumeistari félagsliða, Sampdoria Evrópumeistari bikarhafa og Juventus UEFA-bikarmeistari. Auk þess var mótið haldið á Ítalíu og flestir bjuggust við sigri heimamanna. Ítalir hafa lengi verið þekktir fyrir góðan varnarleik og þetta landslið var engin undan tekning. Varnarlínan er sennilega ein sú besta sem sett hefur verið saman. Hún var samansett úr AC Milan- mönnunum Franco Baresi og Paolo Maldini auk Inter-mannanna Giuseppe Bergomi og Riccardo Ferri. Í markinu var reynsluboltinn Walter Zenga, sem setti met fyrir flestar mínútur án þess að fá á sig mark. Ítalir fengu ekki á sig mark fyrr en í undanúrslitum gegn Argentínu en það reyndist örlagavaldur þeirra, þar sem þeir töpuðu í vítaspyrnukeppni. Þeir kláruðu þó mótið með því að vinna brons gegn Englandi. Ítalir áttu ýmsa góða framherja en það var varamaðurinn Salvatore Schillaci sem stal senunni. Schillaci var leikmaður Juventus en hafði spilað nánast allan feril sinn í neðri deildunum í Ítalíu. Hann endaði sem markahæsti leikmaður mótsins með 6 mörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.