Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 92

Kjarninn - 22.05.2014, Blaðsíða 92
06/06 fóTbolTi 9. ausTurrÍki – 1934 Wunderteam Hugo Meisl Austurríkismenn hafa hvorki verið þekktir fyrir góða né fallega knattspyrnu síðustu áratugi en á milli- stríðsárunum var annað uppi á teningnum. Liðið var búið til af Hugo Meisl þjálfara, sem tók við árið 1912, á tímum austurrísk-ungverska keisaradæmisins, og stýrði því í aldarfjórðung. Liðið fékk viðurnefnið Wunderteam og hápunktur velgengni þess var á upphafsárum fjórða áratugarins. Austurríkismenn spiluðu öflugan sóknarbolta og unnu marga stóra sigra á stórveldum Evrópu, svo sem 6-0 sigur á Þjóðverjum og 8-2 sigur á Ungverjum. Þeir þóttu því sigurstranglegastir fyrir heimsmeistaramótið á Ítalíu 1934. Stjarna liðsins var framherjinn Matthias Sindelar, kallaður Der Papierene (pappírsmaðurinn), sem lék með Austria Wien. Af öðrum ber helst að nefna miðjumanninn Josef Smistik og framherjann Johann Horvath. Allir leikmenn landsliðsins spiluðu með félagsliðum frá höfuðborginni Vín. Liðið byrjaði vel á mótinu, sem var án riðlakeppni, og slógu út Frakka og Ungverja en tap gegn gestgjöfum Ítala í undanúrslitum gerði titilvonir þeirra að engu. Fjórum árum seinna var Austurríki innlimað í Þýskaland og Wunderteam leyst upp. Sindelar neitaði að spila fyrir þýska landsliðið og fannst hann látinn á heimili sínu ári eftir innlimunina. 10. argenTÍna – 2006 •WU¼OHJWVSLO¯D²GUDJDQGDPDUNV Cambiasso gegn Serbum Argentínumenn eru ávallt eitt af sigurstranglegustu liðunum fyrir fram og 2006 liðið þótti einstaklega vel mannað. Liðið var byggt í kringum Juan Román Riquelme, miðjumann Villarreal, sem stýrði sóknar- leiknum eins og herforingi. Fyrir framan hann spiluðu Hernán Crespo og Javier Saviola og til vara ungstirnin Carlos Tevez og Lionel nokkur Messi. Valencia-leikmaðurinn Roberto Ayala stýrði vörninni og einn besti leikmaður liðsins, Javier Mascherano, batt saman vörn og miðju. Þjálfarinn José Pekerman var með afbragðslið í höndunum sem hefði átt að fara miklu lengra en það gerði. Argentínumenn lentu í svokölluðum dauðariðli sem þeir áttu þó ekki í miklum erfiðleikum með að toppa. Helst ber að nefna 6-0 sigur á sterku varnarliði Serba. Eftir 2-1 sigur á Mexíkóum í 16 liða úrslitum var síðan komið að gest- gjöfunum Þjóðverjum. Argentínumenn yfirspiluðu heimamenn og leiddu leikinn allt þar til að Pekerman tók eina óskiljanlegustu ákvörðun HM-sögunnar, þ.e. hann tók Riquelme og Crespo af velli og bakkaði með liðið. Þjóðverjar jöfnuðu í kjölfarið og unnu síðan í vítaspyrnukeppni. Svo sárir og reiðir voru Argentínu- menn að slagsmál brutust út eftir leikinn. Jafnvel óskiljanlegri hlutur gerðist svo eftir mótið þegar tveir af efnilegustu leikmönnum heims, Mascherano og Tevez, skrifuðu undir samning hjá West Ham United.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.