Boðberi K.Þ. - 01.08.1976, Blaðsíða 7

Boðberi K.Þ. - 01.08.1976, Blaðsíða 7
Skyr er ekki taliö í þessari skýrslu, en þaö var hlutfallslega mjög mikiö vegna eðlis sauðamjólkurinnar0 Smjör og skyr var langt fram yfir heimilisþarfir og því markaðsvara, Tii þess að fá nokkra heildarmynd af tekjum bænda af fráfærum, þyrftu vitaniega margar skýrslur aö liggja fyrir, hliðstæðar þeirri, sem ég hefi sagt frá0 Ég veit ekki hvort þær eru til. Tölurnar hér aö framan eru því meira til gamans en fróöleiks og ber að taka þeim með varfærni, þott ég efist ekki um aö £ þessu tilfelli séu þær réttar„ En hagkvæmni við fráfærur fór eftir mjög mörgu, Meira aö segja var vesalings smölunum kennt um, ef málnyt ánna var minni eitt kvöldið en annaðo Stundum ef til vill meö réttu0 Mjög misjafnt hefur þaö einnig verið, hve fráfærurnar komu hart niöur á lömb-= unum og vænleik þeirra. E"g tel mig muna það fyrir víst, að eitt haust þegar ég var drengur, var meöalvigt haga- lamba fóstra míns 15 kg. Næstum allt munu þaö hafa ver- iö einlembingar og ekki man ég eftir slíkri meöalvigt nema eitt haust. Fóstri minn var natinn fjárhiröir og fjárræktarmaöur og ræktaði fé sitt til mikilla afuröa. En þaö gerðu miklu fleiri. Fráfærurnar hljóta að hafa verið, ásamt sauöunum, undirstaða hins litla, frjálsa hvitágulls bændanna, á meðan þær hentuðu sínum tíma. Þær eru ein skýring þess að með umhyggju og hagsýni var hægt aö lifa mann- lífinu þótt búin væru smá0 Hvaö sem öllum hugleiöingum um þessi mál líöur, var ekki að undra þott bændunum þætti vænt um fjárhópinn sinn. jafnvel þótt lítill væri. Páll H. Jónsson U// /97f Ákveðiö hefur verið endanlegt verö á ull 1975» Nemur verðhækkun frá árinu áöur 44 $>„ Meðalverð á allri ull-> inni frá 1975 - óþveginni - er kr. 17^,80 pr„ kg0 og er það nálægt kr. 17»- pr. kgc hærra en uppgefiö grurid- vallarverð ásamt ríkisuppbót0 Verð á þveginni ull Hvít 1 krc 3^9,- pr ¦ 2 w 303,- •• 3 n 276,- Mislit h " 144,- • 0 hislit 5 kr 0 85,- pr. kg0 r0 •1 kg0 •1 •• 6 Svört •1 n 17,-369,- n •1 n it n 11 Grá 11 276,» 11 11 ¦• n Mórauð 11 405,- 11 n

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.