Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 10

Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 10
- 8 - FRELSISBARÁTTA^SUÐUR - ÞINGEYINGA ' og Jón á Gautlöndum. 1 desember í vetur kom út bók með þessu nafni, eftir Gunnar Karlsson sagnfræðing, og efast ég ekki urn. að suður-þingeyingum muni ^fullkunnugt um þann bókmenntaviðburð. Þar sem bók þessi varðar svo m.jög sögu Kaupfélags Þingeyinga, þykir mér þó við eiga að^ fara um hana nokkrum’ orðum í Boðbera. Fjarri fer því að um ritdóm sé að ræða. Bók þessi er 498 tölusettar blaðsíður,^ gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Til útgáfunnar er í besta lagi vandað. Höfundurinn, Gunnar Karlsson, er bóndasonur úr Biskupstungum. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum að Laugarvatni og prófi í íslenskum fræðum við Háskóla íslands. Síðan stundaði^hann framhalds- nám erlendis, en er nú kennari við Háskólann. Fyrir suður-þingeyinga er útkoma þessarar bókar að mínum dómi mikill merkisatburður. veit ekki til að sögu andlegra hræringa og félagsmala einnar sýslu hafi verið ^erð slík skil áður. Það þýðir vitaskuld ekki, aö slikt sagnfræðilegt efni sé ekki til í öðrum héröðum. Þaö þýðir ekki heldur, að bókin nái ekki langt út fyrir hið annars afmarkaða sögusvið. Hún er þáttur í þjóðarsögunni allri. En hjá því getur vitaskuld ekki farið, að hún hreyfi mest við hugum manna í Suður-Þingeyjarsýslu. 0|, alveg sérstaklega getur fólkið á félagssvæði Kaupfelags Þingeyinga ekki annað en látið sig hana miklu varða. Bókin er samin af vísindamanni og vinnubrögð Gunnars Karlssonar bera þess glögg merki. 1 þeim efnum er höfundurinn hlutverki sínu trúr. Þess mun nokkuð gæta að fólk álíti yísindarit aðeins samin fyrir vísindamenn og ofar og utar skilningi hinna almennu lesenda. Oft er^það sjálfsagt svo, en enganvegin algild regla. Mér dettur í hug sem dæmi Jarðfræði Þorleifs Einarssonar, sem er skemmtilestur frá upphafi tll enda, þótt efnið sé jarðfræðivísindi. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Gunnar Karlsson skrifar sína löngu bók á mjög læsilegu máli og^hún er hvergi torskilin. Frásögn hans er alltaf áhugaverð. Eg neld að menn leggi ekki frá sér bókina í miðjum klíðum, án þess að langa til að lesa meira og vita meira. Hann er heiðarlegur og vandvirkur í vinnubrögðum. Vitanlega kemst hann ekki hjá því að draga ályktanir og fella úrskurði. Allt slíkt styður hann sterkum rökum, þótt einhverjir les-

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.