Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 11

Boðberi K.Þ. - 01.04.1978, Blaðsíða 11
- 9 - endur álykti sjálfsagt á annan hátt og úrskurðir þeirra verði aðrir. Það er ekki neinn bókarlöstur. En hins verður þó að minnast, að höfundurinn hefur rannsakað ógrjmni efnis, eins og fræðimanni sæmir. Að baki bókarinnar liggur áralöng vinna. Nú er það svo, að sannleikurinn er eklci alltaf einn, heldur tveir og jafnvel þrír. Verði þessi bók einhvergum lesendum örfun til leitar að nýjum sannleika, þá er það ekki heldur bókarlöstur. "Frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum" er skipt í marga kafla, og síðustu 84 blaðsíðurnar eru ævisaga Jóns. Að henni er^ómetanlegur fengur. Mér er ekki grunlaust um, að Jón Sigurðsson á Gaut- löndum sé eins konar huldumaður í huga margra nú- lifandi manna, enda hefur lítið verið um hann ritað fyrr en nú. Nálægt bókarlokum segir Gunnar Karlsson frá því, að eftir skyndilegt andlát Jóns á Gautlöndum hafi farið fram fjársöfnun "... til þess að kosta minnis- varða á leiði Jóns." Niðurstaðan varð hins vegar sú að setja legstein á gröf Jóns í kirkjugarðinum á Skútustöðum, en af samskotum utanhéraðsmanna var stofnaður sjóður í vörslu alþingis. Um þann sjóð segir Gunnar: "Þessi sjóður rýmaði auðvitað í verð- hruni gjaldmiðilsins á 20. öld. Árið 1970 var^hann lagður niður með lögum og heimilað að greiða Félagi Gautlandaættar fé hans til að gefa út niðjatal Jóns o^ minningarrit. Af þeim áformum átti þetta rit siðan eftir að spretta, og er því hér með nokkrum hætti kominn sá minnisvarði sem byrjað var að undir- búa þegar á dánarári Jóns." Ég sé ekki betur en að Þingeyingar eigi Félagi Gautlandaættar og þó um fram allt, Gunnari Karlssyni, mikla þökk að gjalda fyrir þessa stórfróðlegu o^ merkilegu bók. Það ætti að vera þeim metnaðarmal að hún væri til á hverju heimili. Auk þess að vera^slíkur fræðasjór sem hún er um frelsisbaráttu, félagsmál og félagsmálaleiðtoga í samfelldri^frásögn, er hægt að nota hana sem^uppsláttarrit. Hún er þannig út gefin, að hvar sem hún er opnuð eru til staðar atriðisorð, sem gefa til kynna um hvað fjallað er á hverri blað- síðu. Þannig er hægt að velja sér lestrarefni við hæfi hvers og eins. Auk þess er svo sérstök ævisaga Jóns á Gautlöndum, eins o^ áður er sagt. Háskóli íslands hefur urskurðað "Frelsisbaráttu Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum" eftir.Gunnar Karlsson, hæfa til doktorsvamar. Sú athöfn fór fram miðvikudaginn 22. mars s.l. Andmælendur voru Eergsteinn

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.