Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 5
- 3 - Nemendurnir kynntu sér töluvert störf kaupfélagsins, sögu þess og framtÍ5aráform alls tóku þeir um 300 myndir,, og eiga a8 skila í skólanum verkefni um feröina. Þetta var ánægjuleg heimsókn. Staðgreiðsla. Auglýst hefur verið aö tekin verði upp staðgreiðsla í verslunarbúðum K.Þ. í Húsavrk frá 1. desember og r athugun er á hvern hátt er hægt að breyta þessu fyrirkomulagi r útibúum félagsins r sveitum. Þetta er gert af mikilli nauðsyn, þvr segja má að lánsveiðskifti hafi verið farin aö ganga úr hófi fram. I samþykktum K.Þ. stendur, að einn aðaltilgangur félagsins sé, að sporna við skuldaverslun og óreiðu í viöskiftum. Það er þvr mál til komið, að frrska upp á þetta stefnuskráratriði félagsins. Höfuð rökin fyrir þessari ákvörðun eru meðal annars eftirfarandi: 1. Sporna við óreiðu r viðskiftum. 2. Auknir erfiðleikar með lánsfé. 3. Harðari innheimtur frá heildsölum og iðnaðar- fyrirtækjum. 4. 20% söluskattur, 1/5 af verði vörunnar þarf K.Þ. að greiða mjög fljótt. 5. Staðgreiðsla sparar vinnu, miðaö við nótuskriftir 6. Verulegt vaxtatap er af mánaðarnótum. 7. Nótuskriftir og lánauppgjðr er tímafrekt og tefur afgreiöslu við búðarkassana í kjörbúðunum. fg vona að viðskiftamenn taki þessari nýju ákvöröun okkar með velvilja og skilningi. Reykhús, hafin er bygging á reykhúsi og er það staðsett við sláturhúsið sunnanvert, þannig aö það verður innangengt í það úr kjöt-iðjunni. Mikil þörf er fyrir þessa framkvæmd, því sala í hangikjöti er mikil og stöðugt vaxandi. Jón Ingólfsson sér um þessa byggingarframkvæmd. Deildarst jóraskifti■ Benedikt Helgason hefur sagt upp hjá K.Þ., en hann hefur verið deildarstjóri Hrunabúðar í nær 25 ár. Eg vil þakka Benedikt fyrir samstarfið þennan tíma og mikil og góð störf fyrir K.Þ. Sigtryggur Albertsson tekur viö deildarstjóra- starfi í Hrunabúð, en starf verslunarstjóra r Reykja- hlíð hefur verið auglýst laust til umsóknar. F.K.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.