Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 7
_ 5 _ ALDARSAGAN eftir Andrés Kristjánsson. Nú eru aðeins rúmlega þrjú ár þangaö til Kaupfélag Þingeyinga á aldarafmæli og samvinnuhreyfingin í landinu um leið. Samvinnumenn munu að sjálfsögðu minnast þeirra trmamóta og fagna þeim með margvíslegum hætti, ekki srst r móðurkaupfélaginu. Samband Isl. samvinnufélaga hefur fyrir nokkru ráðið ungan og ágætan sagnfræðing til þess að kanna og rita sögu rslenskrar samvinnuhreyfingar r heild, og er ráðgert að hún komi út r þremur bindum á afmælisárinu. Vinnur hann nú aö þessu verki. Fn félagsmenn og stjórnendur r elsta kaupfélaginu, sem afmælisdagurinn, 20. febrúar 1982, er fyrst og fremst helgaður, hafa fyrir löngu gert sér Ijóst, að aldarsögu þessa verður einnig að rita sérstaklega og gefa myndarlega út á aldarafmælinu. Það er bæði sögu- leg skylda og félagsleg nauðsyn. Starf félagsins hefur verið og er með þeim hætti, að sú saga er einnig gildur þáttur í aldarsögu héraðsins. Þótt félög, hreyfingar og menn miði aldur sinn oft- ast við ákveðinn fæðingardag, er því aldrei þannig farið, að þar sé upphafsins að leita og ekki lengra, og afmælisbarnið hafi á þeirri stundu stokkið alskapað fram á sjónarsviðið eins og Aþena úr höfði Seifs. Fæðingin á sér langa þróun og mikinn aðdraganda, og sköpunin heldur áfram eftir fæðinguna. Þetta á jafnt við um mannlíf og félagshreyfingar. Kaupfélag Þingey- inga og öll íslenska samvinnuhreyfingin lúta í fullum mæli því lífslögmáli. Haft hefur verið á orði í ræðu og riti, að raunar hafi íslensk samvinnufélög átt aldarafmæli árið 1944, þegar hundrað ár voru liðin frá stofnun verslunarfél- agsins í Hálshreppi rúmum mánuði áður en fyrsta sam- vinnufélagið á Englandi var stofnað. Þetta voru fyrstu verslunarsamtök almennings hér á landi, en srðan komu verslunarsamtökin við Húnaflóa, í Reykjavík og víðar og loks Gránufélagið fræga. Vel má finna nokkurn skyldleika þessara samtaka viö samvinnufélög, þótt starf þessara þingeysku og eyfirsku verslunarfélaga, á undan Gránufélaginu særu sig fremur í ætt verkalýðs- félaga en verslunarfélaga, eins og Arnór Sigurjónsson,, sem rannsakað hefur þessi samtök öðrum betur, hefur bent réttilega á. Hins vegar er of sagt, að þau væru samvinnufélög I hinni viðteknu merkingu þess orös.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.