Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 9

Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 9
- 7 _ legt heimilda?safn, flokka5 þau og dregið sundur eftir höfundum og búið um þau í möppum og pappabindum svo sem best er gert í skjalasöfnum. Hann hefur einnig lokið að mestur efnisskrá, þar sem höfundum bréfanna er raðað í stafrófsröð og bréfum þeirra innbyrðis eftir dagsetningu, sem skráð er í efnisyfirlitið. Er þetta nú orðið eins aðgengilegt og kostur er. Bréfahöfundar eru nálega eitt þúsund, en bréfin í safninu orðin á 4. þúsund. Hann hefur einnig raðað upp og búið um með svipuðum hætti mjörg önnur skjöl K.Þ. I hinni eldtraustu og vel búnu skjalageymslu K.Þ. við funda- stofu félagsins eru nú viðskiptabækur, fundargerða- bækur og fjölmargar heimildir aðrar r efnisflokkum og tímaröð, svo sem gögn frá deildum, og vrsir að safni samvinnurita. Þarna hefur verið unnið hið merkilegasta starf, sem framtíðin mun njóta, og er orðið til sögu- safn K.Þ. aðgengilegt hverjum þeim sem vill kanna þessi merkilegu gögn. tnginn vafi er á þvr, að enn eru til r sveitum héraðsins margvrsleg gögn, sem snerta sögu félagsins, svo sem bréf og skjöl, reikningar og heimildir, einkum starfið r deildunum, því að gögn vantar enn r safnið frá allmörgum deildum. Einnig eru sögugögn srfellt að bætast við. Það er afar mikilvægt fyrir IC.Þ. að þessum gögnum sé skilað til varðveislu r sögusafn félagsins. Það er fengur að flestu, og það eru eindregin tilmæli mrn, að slrk bréf og heimildir sem koma r leitir, verði látin K.Þ. í té. Þar munu þau varðveitt með aðgengilegum hætti. Eg mun nú halda áfram starfi við heimildakönnun og ritun aldarsögunnar næstu tvö árin, og hef það nú að aðalstarfi meirihluta árs. Gert er ráð fyrir, að hand- rit verði tilbúið til útgáfu um áramótin 1880-81. Ritið verði srðan gefið út r einu bindi, sem vafalaust verður allstór bók. Andrés Kristjánsson. Frá kaupfélagsstjóra■ Þegar þetta er ritað 6/12 er búið að gera upp afurða- reikninga frá 1977, Ljóst er að við náum fullu verð- lagsgrundvallarverði á kjöt, gærur, slátur og gripa- kjöt. Félagsstjórn á eftir að fjalla um málið, en fundur verður sennilega 11/12 1978. F.K.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.