Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 10

Boðberi K.Þ. - 01.12.1978, Blaðsíða 10
- 8 - Fréttir frá MjólkursamlaRÍ K.Þ. X desember n.k. verður tekin upp gerlatalning á mjólk í samlaginu. Þetta hefur verið á dagskrá síðan s.l. vor, en vegna sumarfría og annarra forfalla hefur þetta ekki komist í framkvæmd fyrr. Ætlunin er að gerlatelja tvisvar í mánuði fyrst um sinn og flokka á venjulegan hátt tvisvar, en stefnt verður að gerlatalningu vikulega. Cllum má það ljóst vera að gerlatalning er strang- ara mat á mjólkinni en venjuleg flokkun. Fr því hætt við að mjólkin flokkist meira niður til að byrja með á meðan menn eru að átta sig og taka upp strangari meðferð og aukið hreinlæti við meðhöndlun mjólkurinnar. Við höfum hugsað þetta þannig, að gerlatalningin í desember verði eins og nokkurs konar formáli að því sem tekur gildi 1. janúar 1979. Það er að segja, gerlatalning verður framkvæmd tvisvar í desember og bændur látnir vita strax um niðurstöðuna og hún liggur fyrir, en niðurstaðan verð- ur ekki notuð til verðfellingar í desember. A þennan hátt fá framleiðendur aölögunartíma til 1. janúar 1979. Gerlatalning hefur veriö f'ramkvæmd hér í samlaginu síðan í júní s.l. á neyslumjólk og rjóma. Við þetta eftirlit á þessari vöru hefur geimsluþol hennar aukist mjög mikið. miðað við það sem áður var. Innlög mjólk I 10 mánuöi af þessu ári var 6.827.578 ltr., en var fyrir sama tíma 1977, 6.493.605 ltr., aukningin er 5.14%. Utborgun hefur verið yfir 80% ef flutningsgjald er talið með bæði árin. I krónum talið er þetta þannig: 1977 fyrir 10 mán- uði 385.341.243 kr. á sama tíma 1978 kr. 635.915.892 eða 65% hækkun á milli ára. Flokkun hefur verið mjög góð og lrðið komið í verð- fellingarsjóð. Vörubirgðir hafa verið miklar bæði árin. 1. nóvem- ber 1977 voru smjörbirgðir 47 tonn, en eru r ár 70 'tonn, ostabirgðir á sama trma 1977 voru 254 tonn, r ár 266 tonn. Þess skal getið að r nóvembermánuði var útskipað héðan 40 tonnum af osti til Ameríku. Rekstur samlagsins hefur gengið nokkuð vel á árinu ef frá eru taldir nokkrir erfiðleikar r sambandi við of mikla birgðasöfnun s.l. sumar. H.G.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.