Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 9

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 9
margir haft áhyggjur af klúrum og siðspillandi áhrifum hinnar hömlulausu, nýju tónlistar."19 Sagan staðfestir nákvæmni þessarar stað- hæfingar með einni undantekningu, tíma- setningunni á "ragtime". Eftir því sem blökkukonan og tónlistarsagnfræð- ingurinn Eileen Southern segir hófst píanóragtæm til vegs á árunum 1865 til 1875. Umferðasöngleikhús komu líka tll sögunnar á þessum tíma. Athyglisvert er að á þessum árum varaði Ellen G. White fyrst kirkjuna við leikhús- og danstónlist sem verka mundi eggjandi á ákveðin líffæri og greiða götu Satans inn í hugann.20 Árið 1896 sá hún í vitrun samkomu með nótnaborðs- tónlist sem í var "mikill ákafi og einskonar innblástur; en fögnuðurinn var þeirrar gerðar sem enginn nema Satan getur átt upptök að." Þessi ákafi, sagði hún, "býr þátttakendurna undir vanheilagar hugsanir og athafnir."21 Southern segir: "Samruni blús og ragtæm með málmblásturshljóðfærum og misgengri dansmúsik leiddi af sér tónlist sem nefnd er jass."22 Lýsandi nöfn á starfrænni tónlist eru algeng, og orðsifjatengsl nafnsins jazz eru vafalaust áhugaverð. Margir þættir jassins, svo og jassinn sjálfur, voru tengdir ósiðlegum lífsvenjum sem jassinn var hluti af, svo ekki var nema eðlilegt að nafngift með þessum merkingatengslum yrði valin. Webster's New World Dictionary er berorðari. "3azz (Kreólamállýska 3ass, klúr nafngift á Kongó-dönsum (New Orle- ans); Nútímanotkun frá Chicago um 1914, en á rætur í eldri notkun með svipaðri merkingu í skuggahverfum New Orle- ans)." Borroff staðfestir að jass væri klámorð sem tíðkaðist í vændishúsum í New Orleans.23 Síðar varð það algengt slanguryrði um kynmök víða um Bandaríkin. Sumir hafa reynt að jafna allri almennri jass- og rokktónlist við alþýðutónlist. Nokkrir alþýðlegir þættir, svo sem engjaköll, vinnusöngur og negrasálmar lögðu til efni í jass, en útkoman var ekki önnur alþýðutónlist. Oass á sér hvergi í veröldinni neina hlið- stæðu. Hann er sérstakt tjáningarform sem að stíl og þróun líkist í engu neinni þjóðarhefð nein- staðar.Útbreiðsla hans staðfestir þetta. Southern segir: "Hinn blakki tónlistarmaður hefur skapað algerlega nýja tónlist--í stíl sem er sérkennilega afro/am- erískur--og dreifir nú á tímum áhrifum sínum um heim allan."^^ Vinsældir margra tónlistarferða jasshljómsveita á vegum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins víðsvegar um heiminn er sannfærandi vitnisburður um að þessi tegund tónlistar höfðar til fólks hvar sem er. Gaston, hinn ágæti tónlistarlæknir, gerði sér grein fyrir áhrifum danstónlistar og sagði af því tilefni: "I dansi leggja karl og kona sem ekki hafa sést fyrr hendurnar hvort utan um annað með innileika sem hvorugt þeirra mundi láta viðgangast undir öðrum kringumstæðum og heldur ekki almenningsálitið, en er óátalið í dansinum svo lengi sem tónlistin heldur áfram."25 Oass (einnig kallaður afro/amerísk tónlist) hélt áfram sem fastur þáttur í skemmtanahaldi um heim allan og var fúslega innleiddur á öllum efnahagsþrepum þjóð- félagsins. Hann þróaðist og breyttist eftir hinu félagslega veðurfari og varð grundvöllur undir gróðavænlegum atvinnu- rekstri sem að mestu er fjármagnaður og rekinn af fyrirtækjum í eigu hvítra manna. En jafnvel þó að nýr stíll hafi orðið til er sá gamli enn í fullu 3ass á sér hvergi í veröldinni neina hliðstæðu. Hann er sérstakt tjáningarform sem að stíl og þróun líkist í engu neinni þjóðarhefð neinstaðar. Innsýn l.tbl. 1987 9

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.