Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 13

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 13
Djöfullegur máttur í tónlist Því miður ganga áhrifin á hugann dýpra en að siðferði og stjórnmálum. Bob Larsen greinir frá persónulegri reynslu sinni á því hvernig er að finna djöfullegan mátt gegnum tónlist: "Ég gerði mér ljóst samhengið milli illra anda og dans jafnvel áður en ég snerist til trúar. . . . Maður lærir’ að stjórna áheyrendunum með tón- listinni sem leikin er. Ég hef leikið sama lagið allt uppí fimmtán til tuttugu mínútur samfleytt. Stundum þegar ég var að leika rokkmúsik varð ég svo bergnuminn og skilningar- vit mín svo slævð að ég vissi naumast hvað fór fram í kringum mig. Sem prestur veit ég nú hvað það er að reyna smurningu Heilags anda. Sem rokk- tónlistarmaður vissi ég hvað það var að reyna hina fölsku smurningu Sat- ans. ',if7 Síðan segir hann frá óvenjulegri reynslu sextán ára hippa eftir frásögn vinar síns sem vinnur meðal hippa: "Dag einn bað hann vin minn að stilla útvarpið á rokkstöð. Meðan þeir hlustuðu, hafði unglingurinn yfir texta lagsins, áður en söng- varinn í útvarpinu byrjaði að syngja, þó að hann hefði aldrei heyrt hann áður. Þegar hann var spurður hvernig hann færi að þessu, svaraði ungl- ingurinn að djöflaandarnir sem hann hefði kynnst hefðu blásið sér orðunum í brjóst. Hann sagði líka að þegar hann væri á LSD gæti hann heyrt djöflana syngja nákvæmlega þau lög sem hann heyrði síðar tekin upp af rokkgrúppum undir sýru- áhrifum. Hinn trúarlegi taktur Til viðbótar hinum beinni áhrifum á hugann sem rædd hafa verið, eru önnur sem vegna hins afar lævíslega dulargervis síns gætu reynst jafnvel enn háskalegri en nokkur önnur. Við höfum séð að mannleg viðbrögð við tónlist eru eðlislæg og boðskapur hennar, einkum á sviði alþýðutónlistar, er almennt skilinn. Hvernig bregst maður við sem hefur orðið fyrir áhrifum af jassi (þ.á.m. hinum vægari formum, svo sem swing), soul-músik eða rokki í sínu eðlilega umhverfi, þegar hann heyrir sama grundvallartaktinn og stílinn í trúarlegu umhverfi og búinn trúar- legum textum? (við skulum gera ráð fyrir að text- arnir séu í samræmi við Biblíuna). Hvernig bregst hugurinn við þessari blöndu góðs og ills? Ellen White segir okkur að einmitt þessari tækni hafi verið beitt við fall mannsins. "Með því að blanda illu saman við gott truflaðist hugur hans.'|Zf^ Meðtaka þessarar blöndu ills og góðs eða stöðugt starf nálægt markalínunni er málamiðlun, og hvergi kemur það skýrar fram en á sviði trúarlegrar tón- listar. Fjölmiðlarnir hafa svo fullkomlega alið fjöldann á smitandi danstakti að allt annað virðist flatneskjulegt og bragðdauft. Af þessu hefur leitt nokkuð sem ber keim af þráhyggju meðal margra sálma- og tónskálda og hljóðfæraleikara í röðum sjöunda dags aðventista er búa sálmalög sín einskonar danstakti. Þó að sumir hópar séu gætnari eða "íhaldssamari" hefur tónlist flestra að geyma illa dulbúin millistig úr dansstíl, svo sem vals, foxtrot, kántrí, mjúkt rokk og alþýðurokk. Sumir reyna að fela eða aðhæfa stíl sinn undir yfirskini "alþýðustíls". Augljóst er að þessir Innsýn l.tbl. 1987 13

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.