Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 14

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 14
MÉg gerði mér ljóst samhengið milli illra anda og dans jafnvel áður en ég snerist til trúar.... Maður lærir að stjórna áheyrendunum með tónlistinni sem leikin er. hópar nota fyrirmyndir sem hafa markmið ósamrýmanleg guðfræði aðventista. Ellen G. White kveður þessa blöndu af danstakti og andlegri tónlist ekki einungis hafa skapað vandkvæði snemma á dögum aðventsafnaðarins, heldur spáði hún einnig að það mundi endurtaka sig. Vissulega á áminning Páls við hérna: "Hegðið yður eigi eftir öld þessari" (Rm 12.2). Tilfinningaleg hughrif eða reynsla Hættan sem fólgin er í tilfinningalegum við- brögðum við tónlist einum saman ætti að vera ljós á þessu stigi. Til viðbótar hættunni á að láta leiðast, ef ekki verða "heilaþveginn" af fjöl- miðlunum lætur hinn endurfæddi kristni maður sig að síðustu aðallega varða tvö önnur sjónarmið- -þroska, bæði andlegan og tilfinningalegan, oq ábyrgð gagnvart öðrum. I þessari umræðu um verðmæti og mikilleik í tónlist leggur Meyer áherslu á þroskann: "Það sem skilur á milli listrænnar og frumstæðrar tónlistar er hversu fljótt tónverkin fullnægja hneigðum. Frumstæður maður leitar tafarlausrar svölunar tilhneigingum sínum, hvort sem þær eru líffræðilegar eða tón- fræðilegar. Ein hlið þroskunar, bæði meðal einstaklinga og á menn- ingarsviði sem vekur af sér ákveðin stílform er viljinn til að neita sér um tafarlausa, og ef til vill ófullkomnari fyllingu til að öðlast síðar endanlega fyllingu."50 Greinilegur munur er á sálfræðilegum áhrifum tónlistar sem höfðar fyrst og fremst til kennda og þeirrar sem veitir ósvikna fagurfræðilega reynslu. Tónlist sem eingöngu höfðar til kenndanna eykur ekkert við þekkingu einstaklingsins, hæfni né fegurðarskyn. Hinsvegar höfðar göfug tónlist ekki aðeins til kenndanna heldur einnig til skyn- seminnar. Hún veitir reynslu sem er þroskandi og yfirfæranleg; endur- tekning hennar skapar, vegna áhrifa sinna á hugann, næmari og músík- alskari einstakling. Áróðursmenn rokk- tónlistar halda fram að ekki beri að leggja á hana viðtekna mælikvarða vegna þess að þeir segja hana vera "nútíma"fyrirbrigði grundvallaða á kenndum sem breytist með breyttum stílformum og gildi hennar sé bundið tímanum þegar hún er flutt. Þetta sé til mótvægis hugtakinu reynsla sem átt geti við um alvarlega tónlist. "Tilfinning er persónu- leg, einstaklingsbundin, afmörkuð og óyfirfæranleg. (Tilfinningar okkar eru það sem við meðtökum). Eða, svo notuð sé orða- bókarskýring, 'tilfinning er meðvitund um skynjun eða ímyndun um skynjun einhvers ástands á líkamanum eða hlýhugar til líkama síns eða hluta hans eða skynjun hugans eða hugarhræringa.' Ef ég get ekki deilt tónlistinni með öðrum er hún ekki reynsla. Þá væri hún tilfinning, boð sem kæmi til mín, og aðeins til mín.. Eðli sínu samkvæmt eru tilfinningar mjög innhverfar og ótjáanlegar. Reynsla hrífur okkur útúr sjálfum okkur, tilfinning leggur áherslu á og upphefur sjálfið."51 Hinn þroskaði kristni maður lifir ekki til þess eins að fullnægja sjálfum sér. Hann ber umhyggju fyrir öðru fólki og hefur ánægju af að veita öðrum af reynslu sinni. Ellen White (1913) minnir okkur á hina sönnu merkingu og tilgang tónmennta. Þó að við eigum að þróa alla hæfileika hugans svo sem framast er unnt, þá gefur hún viðvörun: "Þetta má ekki verða eigingjörn og innilokuð framför; því að hugarfar Guðs, sem við eigum að reyna að tileinka okkur, er góðvild og kærleikur. Sérhver hæfileiki, sérhver gáfa sem Skaparinn hefur gætt okkur, á að nýtast honum 14

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.