Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 17

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 17
Hefur þú hugleitt hvernig lífið væri ef það væri engin tónlist. Engir tónleikar, engar plötur, engin kirkjutónlist, engin hljóðfæri og þar af leiðandi ekkert áhugamál sem héti tónlist. Tónlist gegnir miklu hlutverki í lífi hvers manns frá frumstæðustu ættbálkum í Afríku til okkar menntaða þjóðfélags á íslandi. Jafnvel heyrnarlausir geta líka orðið fyrii1 áhrifum og fundið fyrir tónlist. Enginn getur útilokað sig frá tónlistinni. Til eru mismunandi tegundir tónlistar en það er mjög persónubundið hvaða tegund tónlistar maður hlustar á eða hefur áhuga á. Tónlist er mjög einstaklingsbundin og sú tónlist sem ég hef áhuga á getur næsta manni fundist alveg hræðileg. En það er samt hægt að dæma gæði tónlistar með þeim mælikvarða hvaða áhrif hún hefur á fólk. Tónlist hefur bæði áhrif á meðvitundina og undirmeðvitundina. Þetta hafa nokkrir tónlistar- menn notfært sér með svo kölluðum aftur á bak skilaboðum. Þú heyrir ekki þessi skilaboð þegar þú spilar lagið á venjulegan hátt en undirmeðvitundin nær þessu og fær þessi skilaboð en þau eru mismunandi skýr. Þetta fylgir einna helst þungarokkinu og þeirri tegund tónlistar þar sem hljómgæðin eru mjög slæm. Hefur sú tónlist oft verið flokkuð undir slæma eða hættulega tónlist því að eins og maður sem lengi hefur rannsakað tónlist sagði" það er erfiðara að M I T T S T Æ R S T A A M / A L TÓNLISTIN fá þungarokkara til að hætta að hlusta á þá tónlist en að venja eiturlyfjasjúkling af eiturlyfjum....". Þungarokkið er ekki eina tegund tónlistar sem hefur áhrif á meðvitund fólksins. Öll tónlist hefur áhrif á hug manns- ins. Lítum á hve tónlist hefur mikið að segja í kvikmyndum. Hugur fólks sem ekkert vit hefur á tónlist stjórnast algjör- lega af henni. Tónlist getur gert mann æstan eða afslappaðan og finni maður veikasta punktinn í tónlist hjá fólki getur maður prédikað hvað sem er. Margar rannsóknir hafa verið gerðar með tónlist og hefur það komið í ljós að ef rétt tónlist er spiluð á veitingastöðum þá finnst fólkinu maturinn betri. Þannig hefur tónlistin áhrif á smekk mannsins. Einnig eykst salan í búðum ef tónlist er spiluð, þannig hefur hún áhrif á ákvarðanir hans. Hænur verpa meira og kýr mjólka betur ef tónlist er spiluð og með tónlist í bíl tekur bílstjóri meiri áhættur. Af þessu sér maður að tónlistin hefur bæði góð og slæm áhrif á fólk. Á okkar tímum er mikið framboð af alls konar tónlist. Með það til hliðsjónar hve tónlist hefur mikil áhrif á ákvarðanir okkar og tilfinningar verðum við að reyna að velja þá tónlist sem byggir okkur upp og hefur góð áhrif á líf okkar þannig að við getum tekið okkar sjálfstæðu ákvarðanir en ekki þær ákvarðanir sem einhver rokkari úti í heimi vill að við tökum. Tónlistin hefur verið til frá upphafi og mun halda áfram að vera til þar sem líkami okkar er þannig byggður, með hrynjanda í sér eða takt. Það er engin leið til að útiloka sig frá tónlist, þannig að maður verður að læra að lifa með henni. Tónlistin hefur gefið mér mjög mikið og gæti ég engan veginn hugsað mér lífið án tónlistar. Harpa Theodórsdóttir. Innsýn l.tbl. 1987 17

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.