Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 20

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 20
sérstaklega eftir aðvaran- ir tryggingarmannsins? Ef til vill ætti ég að snúa við og sækja hana. "Nei!" Afleggjarinn flaug fram hjá mér. Ég leit á úrið mitt og andvarpaði, of seint, ég gat hvort sem er ekki tekið 90 mínútur í viðbót til þess að snúa við og ná í hana. höggnum trjástofnum, skaust ég í gegnum lítið op og kom inn í stórt rjóður. Rétt til vinstri sá ég fjallahús sem minnti helst á skopteikningu. UPPI í F3ÖLLUNUM "TREYSTU MÉR!" Svalt fjallaloftið kom í stað ágúst mollunnar í borginni þegar ég kom að fjallsrótunum þrem tímum síðar. Það var einkenni- legt hversu rólegur og ánægður ég var, í stað óttans sem áður kvaldi mig, nú þegar ég beygði af malbikinu og hélt á 20 km malartroðninginn upp í fjallið, sem áður var notaður af skógarhöggs- mönnum. Annar klukkutími leið er ég skoppaði og hoppaði og spólaði upp þennan fjalla troðning. Sið- menning fannst hér hvergi, hver sem bjó hér vildi fá að búa hér í friði. Fyrir utan nokkra gamla og óásjálega rafmagnsstaura, hafði landið ekki breyst neitt hér síðan Daníel Boone fór hér um fyrir 200 árum. Að lokum eftir að hafa farið yfir glitrandi fjallalæk á heimagerðri brú, samsetta af hand- Ég steig út úr pall- bílnum og beið nokkrar sekúndur. "Halló!" hrópaði ég, "er nokkur heima?" Ekkert svar. Þykkur hvítur reykur steig silalega upp úr grófum skorsteini og sveif út yfir rjóðrið, og fyllti fjallaloftið ilm af bacon og brauði. Ég fann að einhver var að horfa á mig, en augsýnilega vildi hann ekki að ég sæi hann. Ég ákvað að hlýða aðvÖr- unum tryggingarmannsins og halda beint á brunastað- inn. Samkvæmt korti mínu var hann ekki nema tvo kílómetra í burtu. Klukkan var orðin tíu þegar ég loksins komst þar sem brunarústirnar voru. Nýtískulegt einbýlishúsið virtist ekki falla inn í landslagið. Ég vissi að minnsta kosti hvers vegna húsið var tryggt. Ég fór úr jakkanum og tók "brunatöskuna" mína úr bílnum. í töskunni var 35 mm myndavél með þrem linsum, hamar, lítill járnkarl, nokkur skrúf- járn, járnsög, skipti- lyklar, rörtöng, klippur, rafmælar, vasaljós, og tæki til að finna gas- tegundir, kassettutæki, vasabók og málband. íkveikjurannsóknarmaður er að hluta til rann- sóknarlögregla og að hluta til fornleifafræðingur. Á pallinum á bílnum voru fleiri verkfæri of stór fyrir töskuna, skóflur, kústur, hrífur og sköfur, tveggja metra stálstöng, sleggja og 12 tonna tjakkur. Stundum eru eldsupptök svo augljós að ég get fundið sönnunargögn á 20

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.