Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 22

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 22
ÉG HEFÐI DREPIÐ ÞIG Annað hvort náði forvitnin yfirhöndinni eða hann hafði talið að hann gæti ráðið við mig án byssunnar, vegna þess að eftir um það bil klukku- stund setti hann rifilinn frá sér og kraup við hliðina á mér og fylgdist af athygli með því sem ég var að gera. "Hvers vegna ert þú að skoða þennan koparvír svo gaumgæfilega?" sagði hann tortryggin. Ég taldi það ekki skaða neitt að vinna tíma, svo ég útskýrði fyrir honum í smáatriðum hvað ég væri að gera. Hann hlustaði með athygli er ég útskýrði vandlega hvernig mismun- andi efni bregðast við hita. "Sérðu þennan vír", sagði ég, um leið og ég rétti honum vír. "Hann er óbráðinn." Venjulegur húsbruni verður ekki nógu heitur til þess að bræða kopar. Svo ef ég sé bráðinn koparvír, þá veit ég að það var annaðhvort rafmagnsvandamál eða einhverjar óvenjulegar gastegundir nálægt." "Er þetta ekki at- hyglisvert!" Hann strauk sér um kinn og leit á vírinn. Ég byrjaði að vona að hann mundi ekki skjóta mig eftir allt saman. Er myndin tók að skýrast fyrir mér hægt og sígandi, sýndi ég honum hvernig íkveikjan hefði orðið óvart vegna raf- magnshitara sem ekki var rétt tengdur. "Veistu hvað mér léttir að hér er ekki um neina íkveikju að ræða" sagði hann er ég þvoði sót af höndum mínum. "Hinn sonur minn var skotinn sjö skotum fyrir tveim mánuðum. Ég er viss um að þar hafi löggan verið að verki. Ég taldi það nokkuð öruggt að þeir hefðu komið aftur og brennt ofan af hinum stráknum mínum." "Það er ekkert sem jafnast á við góða gamaldags persónutöfra til að róa fólk" hugsaði ég ánægður með sjálfum mér yfir því að hafa skilið skammbyssuna mína eftir heima. "Það var eins gott að ég sá ekki skammbyssu eða stjörnu á þér er ég kom hingað uppeftir," sagði gamli fjallamaðurinn, og stoppaði þannig hugsanir mínar. "Ég hefði drepið þig samstundis". Ég leit í þessi hörðu reiðu augu og vissi að hann hefði gert það. Síðar, hálfa leiðina niður fjallið, stoppaði ég við Laxá til þess að þakka Guði fyrir að hafa bjargað lífi mínu, og til þess að hugsa. Er ég horfði á nokkra glitrandi laxa skjótast um niðri í hylnum, gerði ég mér grein fyrir hinum raunverulega tilgangi, að hefja hvern dag með bæn og biblíu- lestri. Ég sá að ástæðan fyrir því að Guð verndaði mig þennan dag var ekki vegna þess að ég hafði byrjað daginn með bæn og biblíulestri. Guð er ekki þannig smásmugulegur eða hefnigjarn. En með því að byrja daginn með Guði, stillum við eyru okkar á hans bylgjulengd svo við getum heyrt hann tala til okkar yfir nið hversdags- ins. Nú met ég þessar einka stundir með Guði snemma á morgnana sem dýrmætan fjársjóð. Ég þekki hversu þýðingarmiklar þær geta verið. Þær björguðu lífi mínu. Eftir öohn Odom, sagt Oeris E. Bragan » Þröstur þýddi. 22

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.