Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 23

Innsýn - 01.03.1987, Blaðsíða 23
AD REYNA ADGERA I»AD ÓMÖGULEGA Sem barn átti ég bókina "Ævintýri Munchhaussens". í bókinni ’ segir þýski baróninn Munchhaussen frá ævintýrum sem hann lendir í og hvernig hann bjargar sér úr allskonar erfið- leikum með skringilegum hætti. Við hlógum að þessum sögum og vissum að slíkt gæti alls ekki gerst í rauninni. í einni sögunni segir hann frá því, þegar hann var á ferð eftir þjóðveginum á hestinum sínum. Þar sem hann var á hraðferð stytti hann sér leið yfir akur, en kom þá að stórum skurði. Hann hvatti hest sinn til að stökkva yfir, en stökkið mistókst og endaði á leðjubotni skurðsins. Nú var úr vöndu að ráða. Munchhauser var, að hætti aðalsmanna síns tíma, með hárið fléttað í hnakkanum. Hann þrýsti nú fótum sínum fast að síðum hestsins, greip fast í hárfléttuna sína og togaði og togaði og lyfti þannig bæði sjálfum sér og hestinum upp úr skurðinum! Dafnvel við börnin gátum séð hversu fáranlegt þetta var, en þetta er eiginlega það sama og við gerum sjálf, þegar við reynum að frelsa okkur sjálf með eigin verkum og athöfnum, þegar við höldum að við af sjálfsdáðum getum lyft okkur upp úr syndafeninu upp í paradís. Eða eins og ég heyrði það orðað í morgunbæn norska útvarpsins um daginn. "Enginn getur komist inn í himnaríki fyrir eigin tilverknað. Þú getur reynt að stökkva, en þótt þú gætir stokkið 12 metra upp í loftið, værir þú samt ekki nær himninum en sá sem stykki 2 metra. Réttlæti öðlumst við ekki nema fyrir náð Guðs og kraft öesú Krists. Sigríður Níelsdóttir. Innsýn l.tbl. 1987 23

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.