Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 3

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 3
Nafn hennar var Margrét. Hún reyndi að samlagast okkar hóp, en við héldum henni fyrir utan. Hún sat alein og borðaði í matarhléum og var valin síðust þegar kosið var í lið í íþróttum og var gjörsamlega utangarðs félagslega séð. Við komum okkur ósjálfrátt saman um að skipta okkur ekki af henni. Að minnsta kosti gerðum við það þar til um það bil á miðjum vetri að hún varð skotin í Ragga. Við trúðum ekki eigin eyrum. Raggi var kvennagullið og hafði nóg af peningum. Hann var alltaf í nýtísku fötum og hann átti Trans Am. Hann mundi aldei líta við stelpu eins og Möggu. En því miður leit út fyrir að hún væri sú eina sem fattaði þetta ekki. Allir komust að áhuga hennar á Ragga í laugar- dagskvölds heimboði. Þegar hún labbaði inn, störðu allar á kjólinn hennar sem var minnst þrisvar sinnum of stór, á fitugljáandi hárið hennar og á skær- græna platform skóna. Hún eldroðnaði og gat naumlega stunið upp "Hæ". Nokkur okkar muldruðu einhverja kveðju á móti og héldu áfram við það sem við vorum að gera. Hún settist hjá Díönu, að því er virtist án þess að taka eftir flissinu umhverfis sig. Hún hallaði sér að Díönu og sagði, "finnst þér Raggi ekki sætur?" Díana fór að skelli- hlæja. "Finnst þér Raggi sætur? Ertu skotin í honum?" Magga horfði í áttina að Ragga með glampa í augunun og kinkaði kolli. Hún var svo upptekin af honim að hún tók ekki eftir því þegar Díana skaust þangað sem við vorum. "Magga er skotin í Ragga", hvíslaði Díana. Sonja, Veronika og Stella flissuðu, og sprungu síðan af hlátri. Ég horfði b ara á þetta án þess að aðhafast nokkuð. Mig langaði að segja: "Er það ekki í lagi þó hún sé skotin í Ragga?", en það varð ekkert úr því. Stella flýtti sér til Ragga og hvíslaði að honum. Hann gretti sig í áttina til okkar og lyfti annarri augnabrúninni. Hinar þrjár stelpurnar kinkuðu kolli. Ég stóð kyrr og skammaðist mín fyrir vinkonur mínar. Hann leit í áttina að Möggu. Hún brosti var- færnislega og hann öskraði af hlátri. Síðan snéri hann sér að kærustunni sinni. Magga giskaði ábyggilega á hvað hann var að segja henni því hún þreif kápuna sína og hljóp út. Ég vorkenndi henni. Ég kom heim um mið- nætti. Ég velti því fyrir mér hvað ég gæti gert fyrir Möggu án þess að tapa áliti sjálf. Næsta dag hringdi ég til hennar. Rödd hennar var óstyrk þegar hún svaraði. "Hæ," sagði ég "þetta er Brynja. Hvernig líður þér?" "Mér líður sæmilega. Það var fallega gert af þér að hringja, en ég verð því miður að hlaupa, bless. "Bíddu aðeins," hrópaði ég, en það eina sem ég heyrði var sónninn í símanum. Mánudagsmorguninn, þegar stelpurnar sáu Möggu aftur, hlógu þær og byrjuðu að hvísla sín á milli. Alla vikuna hélt þetta áfram. Á hvíldar- deginum varð þetta enn verra. Magga kom ekki venju- lega á guðsþjónustu en þennan hvíldardag kom hún. Hún labbaði þvert yfir salinn og settist hjá Ragga. Lísa, kærastan hans, varð alveg óð. Ég var mjög hissa á þessu líka en var samt ekki viðbúin því sem Lísa gerði. Hún hvíslaði, þó nógu hátt til þess að allir gátu heyrt það: "Afsakaðu Magga, en Raggi situr ekki hjá stelpum í sturtugardínum." Allir hlógu. Magga byrjaði að gráta en ég var ennþá of hrædd um að skemma eigið álit til þess að aðhafast nokkuð. Hún reis á fætur og reyndi að koma sér út eins fljótt og hún gat, en velti heilum bunka af sálmabókum á leiðinni sem hrundu á gólfið með heilmiklum skarkala. Ég ákvað að ég yrði að gera eitthvað svo að ég læddist út. Ég fann Möggu sitjandi samansokkna á tröppunum aftast í kirkjunni, með andlitið falið í höndunum. Ég settist á þerpin við hlið hennar. Hún lyfti höfðinu og leit á mig. Andlit hennarvar grátbólgið, og hún sagði við mig: "Mér var sagt að þið í þessum skóla væruð öðruvísi, en þið eruð alveg eins og hin, og ég held það ekki út lengur. Bara vegna þess að ég er ekki rík eins og þið hin og hef ekki efni á að líta eins vel út og þið þurfið þið ekki alltaf að pína mig. Ég meina, ef allir eru svona, hvers vegna þá að lifa?" Ég starði á hana og reyndi að finna eitthvað að segja. "Magga," byrjaði Innsýn 2.-4. tbl. 1987 3

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.