Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 4

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 4
ég, en hún rauk á fætur, andlitið samanherpt af reiði. "Nei!" hrópaði hún "farðu aftur til fábján- anna þarna inni, þaðan sem þú komst." Svo hljóp hún burt. Þegar ég sá Möggu í skólanum mánudagsmorgun heilsaði ég henni. Hún virtist óörugg og svaraði mjög lágróma. Rétt í því kallaði Veronika á mig og ég flýtti mér burt svo enginn sæi mig með Möggu. Seinna skammaðist ég mín fyrir sjálfa mig, en vissi samt ekki hvað ég átti að gera. Mánuðurnir liðu og það leit út fyrir að kringum- stæðurnar versnuðu fyrir Möggu. Allir lögðust á eitt um að gera henni lífið leitt. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert betri en aðrir vegna þess að ég þorði aldei að halda með henni. SÍMTAL Það var komið fram í maí mánuð áður en ég raunverulega hugleiddi málið á ný. Mamma og pabbi voru í helgarferðalagi, þannig að ég var ein heima og mér leiddist hrylli- lega. Ég lá fyrir framan sjónvarpið þegar síminn hringdi. Ég flýtti mér að svara símanum. "Halló, þetta er Brynja." Mjög lágvær rödd sagði: "Hæ Brynja. Þetta er Magga. Get ég aðeins talað við þig?" "Oá, auðvitað," svaraði ég. Hún reyndi að segja eitthvað, en grét þess í stað. "Hvað er að, Magga?" "Allt," svaraði hún. "Segðu mér hvað er um að vera." "Þú veist, það er þetta með skólann - með alla hina krakkana. Þú veist hvað ég meina. Þú ert sú einasta sem hefur reynt að vera almennileg við mig. Ég þoli þetta ekki lengur." Ég fann fyrir örvænt- ingunni bak við það sem hún sagði. Maginn í mér herptist saman. "Hvað meinarðu?" "Ég er alein hér, og ég ætla að enda þetta allt saman. Ég hef hníf hérna hjá mér." "Þegar hér var komið sögu var mér allri lokið og ég var dauðhrædd. Ég átti erfitt með að draga andann og ég svitnaði á höndunum. "Hvað ætlarðu að gera við þennan hníf Magga?" "Skera mig á púls." Rödd hennar var einum of róleg. Mér varð ískalt allt í einu. "Bíddu" hrópaði ég. "Bíða eftir hverju? Hér er enginn sem getur stöðvað mig." "Það er svo margt sem þú átt eftir ólifað," flýtti ég mér að segja. "Gefðu okkur tækifæri til þess að kynnast þér." "Ég er allt öðruvísi en þið," hrópaði hún. "Ég er fátæk. Ég kem aldrei til með að passa inn í hópinn. Þið eruð öll svo heppin. Þið fáið allt sem ykkur langar í og þar að auki eigið þið tvo foreldra. Ég bý hjá áttræðri frænku sem heldur því fram að ég þurfi ekki á nýjum fötum að halda eða láta klippa á mér hárið." Hún byrjaði að gráta aftur. "Ég ætla að leggja á núna og yfirgefa þeta allt saman." "Bíddu aðeins," þrábað ég hana. Lofðu mér að hjálpa þér." Hún sagði ekki neitt góða stund en eitt augnablik hélt ég að allt væri um seinan. "Hvernig?" sagði hún að lokum. Tortryggnin var greinileg í rödd hennar, en samt fann ég á henni að hún þráði hjálp. Ég hugsaði mig um eitt augnablik og datt svo nokkuð í hug. "Mannstu þegar þú komst í kirkju?" byrjaði ég. "Þar tilbiðjum við Guð sem raunverulega getur hjálpað okkur. Hann er frábær, ég veit að hann getur hjálpað þér." "Hvernig gæti hann hjálpað mér?" Hún var raunverulega hissa. "Það eina sem þú þarft að gera er að biðja. Reyndu það, ég skal hjálpa þér. Komdu svo hingað til mín og ég skal hjálpa þér með hárið og það allt saman. O.K.?" "Allt í lagi." Hún sættist á þetta að lokum. "Kenndu mér að biðja." Ég kenndi henni að tala við Guð rétt eins og hún væri að tala við mig og segja honun allt af létta. "Guð," byrjaði hún varfærnislega, "ég vona að þú sért að hlusta núna, því ég þarf á þér að halda. Mér finnst allir vera svo vondir og lokaðir gagnvart mér. Mundir þú vilja hjálpa mér? Þakka þér fyrir að senda Brynju sem vin." Þegar hún var búin spurði ég hana hvort henni liði betur. Hún sagði að sér liði betur og sagðist mundi koma til mín augnabliki seinna. BREVTINGAR Það var gaman að klippa Möggu og hjálpa henni til þess að breyta gjörsamlega um útlit. Hvorug okkar ► BLS.23 4

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.