Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 11

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 11
Hér er stórkostlegt tækifæri fyrir Evrópska Aðventæsku að láta gott af sér leiða í starfi Guðs: Pakistan. Meirihluti safnaðarmeðlima okkar í þessu Múhameðstrúar landi lifir mjög fábrotnu lífi í litlum þorpum. Aðal tekjur þeirra koma frá því að vinna á ökrum í eigu múhameðstrúarmanna. Þeir búa í litlum moldarkofum. í hverjum kofa er einungis eitt herbergi, þrengsli eru mikil. Trúrækni þeirra er mikil, en þeir hafa mjög litla möguleika á að sækja skóla eða lesa sína eigin Biblíu. Þrátt fyrir það, styðja þeir söfnuðinn vel og þrá að eignast eigin kirkju svo að áhrif kristindóms og Aðventista mættu aukast. Áform okkar er að safna fjármunun til að fara til Pakistan í desember 1987 og byggja að minnsta kosti tvær þorpskirkjur í Punjab. Við getum ekki fengið fjárhagslegan styrk frá söfnuðini_n í Pak- istan, því að þeirra fjáhagslega byrði er þegar yfirþyrmandi. Til að ná þessu takmarki þurfum við stuðning ykkar og þúsunda annarra Aðvent ungmenna til að safna fjármagni í þetta sérstæða verkefni. Þegar við höfum lokið byggingu, verður líf þessara Aðventungmenna aldrei hið sama sem það áður var. Múhameðstrúar- menn og Kristnir menn frétta af þessu og hópast saman úr margra kílómetra fjarlægð til að horfa á okkur vinna. í lok PAKISTAN dagsins munu margir koma til að hlusta á Evrópubúa syngja og segja sögur um desú. Þeir munu biðja um leiðsögn í hreinlæti og heilbrigðismálum. Þeir munu biðja okkur að hlúa að smábörnum sínum og kenna börnijn þeirra. Staðreyndin er sú að við gerum meir en að byggja hús -við munum gefa kristilegan kærleika og siðferðislegan styrk. Hluti af þessum undirbúningi er að velja sjálfboðaliða til farar- innar.- Við vonum að þú hafir reynslu og hæfileika til að vera með í þessum hóp. Leyfið mér að segja ykkur dálítið meira um þetta verkefni svo að þið getið íhugað það vel. Miðstöð okkar verður skóli okkar sem er í námunda við Lakose í Punjab. Skólinn er nokkurskonar vin í eyðimörk þar sem við getum hvílt okkur og endurnærst á hvíldardögum. Þorpin okkar tvö eru í um klukkustundar keyrslu frá skólanun, og til að spara tíma og ferðalög munum við halda til í þorpunum nokkra daga í einu. Á báðum stöðum er frátekið land handa okkur með litlu húsi handa prestinun. Hér munum við byggja og búa. Þorpshöfðingjarnir eru áfjáðir í að við byggjum, svo að það verður tekið vel á móti okkur, og með einföldum vörniin getum við tryggt heilsu okkar. Hver sjálfboðaliði þarf að skilja undirstöður * * * þjóðfélags múhameðs- trúarmanna, svo við áformum að nota tvo fyrstu dagana til að kynnast lifnaðarháttum þeirra og menningu. Það er lífs- nauðsynlegt að taka tillit til hefðbundinna lífshátta staðarmanna, sérstaklega er það þýðingarmikið í samskiptum kvenna. Sem dæmi, verða allar stúlkur að klæðast indversku "challis chemise" öllum stundum. Allir líkams- hlutar ofan ökla verða að vera huldir, svo að þetta er ekki sólbaðsferð. Sjalið verður að falla yfir herðar svo það feli línur, og piltar mega aldrei, undir neirnjn kringumstæðum snerta stúlku á almannafæri. Aðeins þeir sem eru reiðubúnir að fylgja siðferðisstaðli múhameðs- trúarmanna ættu að koma með, annars verður söfnuðurinn á staðnun fyrir miklum álitshnekki. Á næstu mánuðum munun við veita sjálfboðaliðum nánari upplýsingar um eftirfarandi atriði: Vegabréfsáritun Það þarf góðan tíma til að ganga frá vegabréfs- áritun. Líklegt er að þetta verði ferðamanna áritun. Heilsa Þú munt þurfa sprautur gegn Kóleru og taugaveiki, einnig er nauðsynlegt að taka malaríutöflur. Þýðingamest er að gæta hreinlætis og fyrirbyggja sýkingu í maga frá ► BLS.23 Innsýn 2.-4. tbl. 1987 11

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.