Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 14

Innsýn - 01.08.1987, Blaðsíða 14
standist ekki saman- burðinn. Og eins og fram kemur í bók Anthonys Pietropinto og 3acqueline Simenauer, Beyond the Male Myth, (handan við hina karlmannlegu goðsögn) vill þriðji hver karlmaður enn ganga að eiga óspjallaða mey. 2. blekking: Það er andlega heilsusamlegra að ástunda frjálst kynlíf. Samkvæmt þessari trú hafa kynferðislegar hömlur í sér fólgnar þvinganir og bælingu sem þrúga hvern mann andlega. Til þess að viðhalda andlegri heilsu ætti fólk því að ástunda kynlíf eins og það lystir með hverjum sem það lystir. En sálfræðingar eins og 0. H. Mowrer telja að kynferðisleg "siðblinda sé líklegri til að valda andlegum veilum en lækna þær." Og 3ane Duckworth við Ball State University í Indíana segir að margar fyrri skýrslur hefðu bara fullyrt að lausagopar virtust við betri andlega heilsu án þess að hafa nokkrar sannanir fyrir því. Þessvegna gerðu Duckworth og félagar hennar athugun sem þau nefndu fjölþátta persónu- könnun á hópi lausláts fólks. Þetta er stöðluð könnun sem notuð er í geðrannsókn um öll Bandaríkin í því skyni að finna merki um afbrigði- legt sálarástand. Og ekki var hörgull á þeim meðal þeirra fjöllyndu, því að um helmingur þeirra reyndist afbrigðilegur að því er tók til þunglyndis, innhverfu, eirðarleysis og hugaróra. Auk þess reyndust margir fleiri en helmingur, sem er talið 14 eðlilegt hlutfall, svara neikvætt á stigatöflu um sannleiksprófun, sem benti til þess að þeir hefðu afbakað svör sín til þess að sýna geðheilsu sem væri betri en raun var á. Þessi könnun getur ekki sannað hvort heilsutæpara fólk sé líklegra til fjöllyndis en aðrir, eða hvort fjöllyndi hafi í raun óheppileg áhrif á geðheilsu fólks. En hún sýnir að kyn- ferðisleg lausung tryggir ekki andlega heilsu eins og stundum hefur verið haldið fram. 3. blekking: Fjöllyndir njóta kynlífs betur. Að vísu læknar kynlíf ekki andlegar veilur þínar, en þessi kenning segir að þeir hömlulausu njóti kynlífs betur en hinir. Æfingin stuðli að fullkomnun, og þessvegna njótir þú þess því betur sem þú stundar það ákafar. Þú kemst á hærri svið fullnægingar heldur en þeir sem takmarka sig við einn maka. Aftur rangt. Robert og Amy Levin framkvæmdu athugun á 100 þúsund konum sem lásu Redbook tíma- ritið. Þessi athugun leiddi í ljós að fjöll- lyndar konur sem ekki ræktu kristna trú, hópur sem áður hafði reynst líklegri til fjöllyndis en gengur og gerist, voru óánægðari með kynlíf innan hjónabandsins á öllum æviskeiðum. Þær voru óánægðari með tíðni mökunar, þær náðu sjaldnar kynferðislegri full- nægingu, áttu erfiðara með að tjá sig við maka sína og fleiri þeirra voru vansælar í hjónabandinu yfirleitt. Hinsvegar voru íhaldssamar, trúaðar konur ánægðari með alla þætti hjónabands síns og kynlífs. Og í þessum hópi voru hjónaskilnaðir helmingi sjaldgæfari. Oft er hent gaman að því að vergjarnar konur sem finnst þær þurfa að vera sífellt að skipta um rekkjunaut hafi meiri ánægju af kynlífinu en aðrir. En raunverulegar sálkannanir sýna að þær séu ólíklegastar til að njóta ánægju og full- nægingar. Hin miklu vonbrigði þeirra reka þær til að leita æ víðar fróunar. Eins og dr. Wardell B. Pomeroy, einn af meðhöfundum hinnar upphaflegu Kinseyskýrslu um kynferðismál segir: "Vissulega geta tæknibrögð verið til bóta. En það eru gæði sambandsins milli manns og konu sem ákveða hið raunverulega gildi kynlífsins." Hinir víðkunnu kynlífsfræðingar Masters og Dohnson eru sammála um að kynlíf sé meira en líkamleg tækni- beiting ein saman. Það þurfi langvarandi sam- stillingu huganna og ástríkt samband til að tryggja markverða kyn- ferðislega nautn. 4-. blekking: Óþarft er að hafa áhyggjur af þungun. Fyrr á tímum vó samkvæmt þessari blekkingu óttinn við þungun nægilega þungt til að fæla flest fólk frá kynmökum. En með bættum þungunarvörnum og miklu framboði þessa búnaðar og víðtækri fræðslu um notkun hans ætti ótti við þungun ekki að þurfa að hræða neinn. Þó að það virðist á rökum reist er raun- veruleikinn sýnilega þveröfugur. Þrátt fyrir

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.