Innsýn - 01.08.1987, Qupperneq 20

Innsýn - 01.08.1987, Qupperneq 20
ég, vorum látnir vera í vélinni á flugbrautinni í Beirut. Við sátum í farþegarýminu undir vökulum augum télf Amal-hermanna. í fréttum var sagt frá hinum steikjandi hita í vélinni, en í rauninni var hitinn ekki ofsalegur. Það var vegna þess að kælibúnaður vélarinnar gekk alla þessa 17 daga og brenndi 50. 000 lítrum af steinolíu. Þrátt fyrir það var andrúms- loftið þrúgandi og daunninn frá hinum yfirflóandi salernum var viðbjóðslegur. Hver dagurinn leið af öðrum og samningum um lausn okkar virtist ekkert miða áfram. Hver ný afleysingasveit varðmanna sem kom um borð í vélina rótaði í flug- töskum okkar. í hvert skipti þurfti ég að fara og leita að sokkum, nærfötum og Biblíunni minni sem hafði verið fleygt á tvist og bast. Ég útskýrði fyrir varð- mönnunum að mér væri Biblían það sama og Kóraninn væri þeim. Og þó að þeir krypu í átt að Mekka á bænamottum í flugvélaganginum fimm sinnum á dag fannst þeim trú okkar illskiljanleg, einkum bænir okkar fyrir öðrum. Þó voru þessir verðir á sinn hátt nærgætnir. Amalarnir voru af öðru sauðahúsi, hófsamari hópur en þeir sem upphaflega höfðu rænt vélinni. Þegar Phil tók að þjást að því er virtist af kongulóar- biti sem illt hafði hlaupið í, tóku verðirnir þátt í áhyggjum okkar, og sjúkrabíll fór með hann í bandaríska spítalann þar sem honum var veitt læknishjálp. Þá vorum við Kristján orðnir einir eftir í vélinni. Ég hafði frá upphafi vitað að Kristján, sem var 45 ára gamall, væri óvenjulegur maður. Fyrir utan hina löngu starfsreynslu sína í fluginu er hann vígður lúterskur prestur og hafði áður þjónað söfnuði í heimaborg sinni, Cascade, Idaho. Ég vissi að trú hans var sönn og hrein, og það varð augljóst þegar ég las í einu af dagblöðunum sem fangaverðirnir færðu okkur að faðir hans, 88 ára gamall, hefði dáið á heimili hans í Idaho. Kristján hafði ekki séð blaðið. Mér fannst ég verða að segja honum tíðindin. Þegar ég gerði það tók hann fréttinni með kristilegri stillingu. Hann trúði því að faðir hans væri öruggur hjá Oesú ekki síður en við. Kristján hafði sína eigin Biblíu og notaði tímann þessa endalausu daga til að lesa hana spjaldanna á milli, allt frá Sköpunarsögunni til Opinberunarinnar, nokkuð sem hann hafði ekki gefið sér tíma til að gera áður. Við og við ræddum við markverð ný skilnings- atriði sem okkur opnuðust við Biblíulesturinn. Og hápunktur hvers dags, venjulega um klukkan fimm, var sameiginleg bænagjörð okkar. Ég mun ævinlega minnast hins fyrsta sunnudags. Helgidómur okkar var túristafarrýmið; kirkju- bekkur okkar þrjú sam- liggjandi sæti. Og þrátt fyrir okkar krukkluðu, óhreinu einkennisbúninga og ruslið eftir varð- mennina, tómar gosdósir og matarleifar, var helgiblær yfir umhverfinu. Við hófum guðsþjónustuna með sameiginlegri bæn; við þökkuðum Drottni fyrir gæsku hans og handleiðslu; við báðum um styrk til að hlýða vilja hans. Verðir okkar sem venjulega voru með hark og háreysti og voru sí- syngjandi arabiska söngva, horfðu á okkur í for- vitnislegri þögn. Og þó að ég hefði enga messusöngsbók söng ég lofsöngva: "Ó, Drottinn, hversu vegsamlegt er nafn þitt um alla jörð!" "Gangið inn um hlið hans með lofsöng, í forgarða hans með sálmum." Ög "Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Ég söng sálma og ritningargreinar sem ég kunni utanbókar. Ég var utanvið óloftið þessa þrúgandi farþegarýmis, aftur hjá Phyllis, syngjandi lofsöngva í litlu óháðu kirkjunni okkar í Richmond. Þá kom predikunin. Kristján, hinn vígði maður Guðs, hvarf aftur gegnum árin, sökkti sér djúpt í Biblíuna, talaði um von, um fögnuð, um ást okkar á Drottni. Nú vorum við Kristján í sporum Páls og Sílasar að syngja Drottni lof í prísundinni í Makedoníu. Og alveg eins og Oesús hafði lofað, "hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni", var hann hjá okkur nú. Loksins, þann 30. júní, vorum við öll leyst úr haldi. Hvað man ég nú, næstum ári síðar, frá þessum 17 dögum? Ég minnist hinnar 20

x

Innsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.