Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.10.1917, Page 6

Hagtíðindi - 01.10.1917, Page 6
38 H AGTÍÐINDl 1917 lijeraðinu hafi dáið 31 menn það ár, og er þeirri tölu bætt hjer við í síðasta lið (ókunn dauðamein). Dánartölurnar fyrir landið i heild sinni samkvæmt læknaskýrsl- unum koma ekki nákvæmlega heim við dánartölurnar samkvæmt prestaskýrslunum, enda er ekki við því að búast, því að læknaskýrsl- urnar miðast við greftranir, en prestaskýrslurnar við mannalát. Þó munu yfirleitt lika vera teknir upp i læknaskýrslurnar þeir sem far- ast af slysum, en eru hvergi greftraðir, því að þeir eru líka inn- færðir í kirkjubækur, svo að munurinn ætti að verða sáralítill. Sam- kvæmt prestaskýrslunum dóu 1170 menn árið 1912, 1060 árið 1913, 1429 árið 1914 og 1372 árið 1915. Læknaskýrslurnar eru hærri 1912 og 1913 (um 13 menn fyrra árið og um 3 menn síðara árið), lægri 1914 (um 10 menn), en nákvæmlega eins 1915. Yfirleitt má því telja, að samræmið milli læknaskýrsinanna og prestaskýrslnanna sje sæmilegt. Alþingiskosningarnar 1916. Kjördæmakosningarnar. 21. október 1916 fóru fram fyrstu kosningar á kjördæmaþing- mönnum eftir að stjórnarskráin frá 19. júní 1915 gekk í gildi. Veitti hún bæði konum og hjúum kosningarrjett og fjölgaði kjósendum við það meir en um helming. Við kosningarnar 1916 var kjósenda- talan 28 498 eða tæplega 32°/o af landsmönnum, en við næstu kosn- ingar á undan, vorið 1914, var kjósendatalan 13 400 eða rúml. 15°/o af íbúatölu landsins. Af kjósendunum haustið 1916 voru 16 321 eða 57.s°/o karlar, en 12 177 eða 42.7 °/o konur. Konurnar eru langtum færri heldur en karl- mennirnir vegna þess, að s'tjórnarskráin ákvað, að aðeins konur yíir fertugt öðluðust kosningarrjettinn strax, en aldurstakmarkið skyldi á hverju ári lækka um eitt ár uns það væri orðið 25 ár eða sama og aldurstakmark karla. Við kosningarnar greiddu alls atkvæði 14 030 manns. Var það 52.0 °/o af kjósendatölunni í þeim kjördæmum, sem kosning fór fram i. En í tveim kjördæmum, Strandasýslu óg Suður-Þingeyjarsýslu, fór engin kosning fram vegna þess, að þar var aðeins einn fram- bjóðandi, og því sjálfkjörinn. Hefur kosningahluttakan aldrei verið jafnlítil síðan 1902. Mest var hún 78.4% árið 1911, en við kosn- ingarnar 1914 var hún 70.o%. Lækkunin í kosningahluttökunni slafar næstum eingöngu frá kvenfólkinu, því að af karlmönnum

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.