Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.04.1930, Blaðsíða 6
22 HAUTÍÐINDI 1930 Skýrslur þær, sem hér birtast, um mannfjöldann í Reykjavík fyrir árin 1901, 1910 og 1920 eru teknar eftir skýrslunum við aðalmanntölin þau ár, en hin árin eru tekin eftir hinum árlegu bæjarmanntalsskýrslum. Hafa verið tekin tvö ár á áratugnum 1910—20, árin 1914 og 1917, en eftir 1920 hefir verið tekið hvert ár. Bænum hefir verið skift niður í bæjarhluta, Miðbæ, Austurbæ og Vesturbæ innan Hringbrautar og út- hverfin utan Hringbrautar, en öllum þessum bæjarhlutum hefir aftur verið skift í minni hverfi. I grein, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 17. og 24. nóvember f. á., var skýrt frá, hvernig þessi skifting er gerð og hvaða svæði hvert hverfi er látið ná yfir. Var þar birt yfirlit um skift- ingu mannfjöldans í bæjarhluta og hverfi árin 1901, 1910, 1920 og 1928, og einnig var þar nokkuð tekin til athugunar aukning mannfjöldans bæði í bænum í heild sinni og einstökum hlutum hans síðan um aldamót. Skal hér Iátið nægja að vísa til þess og minnast aðeins á aukningu mann- fjöldans síðastliðið ár. I síðasta blaði Hagtíðinda var skýrt frá heildartölu mannfjöldans, í Reykjavík við manntalið, sem tekið var í nóvember síðastl. En við nánari athugun hefir hann reynst nokkru hærri svo sem taflan í þessu tölublaði ber með sér. Samkvæmt henni var mannfjöldinn alls 26 428 (þar af 12 094 karlar, en 14 334 konur) og hefir því bæjarbúum fjölgað síðastliðið ár um 1211 manns eða um 4.1 o/o. Af mannfjöldaaukningunni síðastliðið ár hafa 826 manns komið á innbæinn (innan Hringbrautar), en 385 á úthverfin og á bæjarhlutana í innbænum skiftist hún þannig, að í Vesturbænum hefir fjölgað um 511 manns, í Austurbænum um 327, en í Miðbænum hefir fækkað um 12 manns. En tiltölulega hefir fjölg- unin verið mest f úthverfunum, 13. i°/o, þar næst í Vesturbænum 10.2 o/o, en í Austurbænum aðeins 2.7 °/o og í Miðbænum hefir fækkað um 0.2 °/o. Verðmæti innfluttrar vöru í marz 1930. Samkvæmt símskeytum lögreglustjóranna til Stjórnarráðsins og af- hentum skýrslum úr Reykjavík til Hagstofunnar hefur verðmæti innfluttu vörunnar numið því sem hér segir til marzloka þ. á. Til samanburðar er sett verðmæti innflutningsins á sama tíma í fyrra samkvæmt sams- konar Skýrslum. Almennar vörusendingar Póstsendingar Samtals Janúar, áður talið............ 4 878 067 kr. 211 114 kr. 5 089 181 kr. Viðbót...................... 876 185 — 24 203 — 900 388 — janúar—febrúar alls........... 5 754 252 kr. 235 317 kr. 5 989 569 krT Marz ......................... 3 346 648 — 168 570 — 3 515 218 — Janúar—marz 1930 9 100 900 kr. 403 887 kr. 9 504 787 kr. — — 1929 8 510 452 — 423 424 — 8 933 876 —

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.