Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.07.1930, Blaðsíða 8

Hagtíðindi - 01.07.1930, Blaðsíða 8
40 HAOTÍÐINDI 1930 103 942 lestir af salti, 162 961 lestir af kolum og 10 983 lestir af stein- olíu. Er innflutningurinn af steinolíunni heldur minni en árið á undan, en meiri af saltinu og kolunum. Síðustu árin hefur innflutningur þessi verið samkvæmt tollreikningunum. Sali Kol Steinolía 1925 ........ 81 þús. lestir 150 þús. Iestir 7 þús. Ieslir 1926 ........ 48 — — 83 — — 6 — — 1927 ........ 63 — — 134 — — 11 — — 1928 ........ 97 — — 149 — — 13 — — 1929 ....... 104 — — 163 — — 11 — — í 5. flokki vörutollsin ser trjáviður, hurðir, gluggar, húsalistar, þak- spónn og tréspónn. Af þessum vörum fluttist inn síðastliðið ár 1 287 197 teningsfet og er það töluvert meiri innflutningur en undanfarin ár (1928: 968 þús., 1927: 741 þús., 1926: 849 þús. teningsfet). 6. flokkur vörutollsins er allskonar leikföng, allskonar munir, sem eingöngu eru ætlaðir til skrauts, úr hvaða efni sem er, plettvarningur og munir, sem að meira hluti efnis eða verði til eru úr gulli, silfri, plat- Inu eða gimsteinum. Af slíkum vörum fluttist síðastliðið ár samkvæmt tollreikningum 28 782 kg. Er það meiri innflutningur en undanfarin ár (1928: 25 þús. kg, 1927: 20 þús. kg, 1925 og 1926: 25 þús. kg). I 7. flokki eru aðrar gjaldskyldar vörur. Innflutningur þeirra var síðastliðið ár 9 245 550 kg. og er það allmiklu meira en undanfarið (1928: 7.2 milj. kg, 1927: 6.4 milj. kg, 1926: 6.3 milj. kg). Þyngd iollvaranna. Ef lítrinn af vínföngum o. fl. er talinn jafngilda kg og teningsfetið af trjávið 19 kg, þá telst svo til, að þyngd allra innfluttra tollvara hafi verið alls svo sem hér segir síðustu 5 árin (talið í Iestum). Vörutollsvörur Aðrar tollvörur 1925 306 068 4 709 1926 196 094 4 959 1927 257 532 5 003 1928 330 011 4 990 1929 366 577 5.603 Samtals 310 777 201 053 262 535 335 001 372 180 Kornvörurnar urðu tollfrjálsar 1. júlí 1926 og teljast því ekki með eftir það, og síldar- og kjöttunnur voru tollfrjálsar J/7 1926 til J/4 1928 og eru því heldur ekki taldar með þann tíma. Að því er vörutollsvörurnar snertir, eru umbúðirnar taldar með í þyngdinni, en gömlu iollvörurnar eru aftur á móti tollaðar án umbúða. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.