Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1930, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.10.1930, Blaðsíða 6
58 HAGTIÐINDI 1930 Hjónavígslur, fæðingar og manndauði árið 1929. Síðaslliðið ár hafa hjónavígslur, fæðingar og manndauði verið svo sem hér segir. Hjónavígslur........ Lifandi fæddir...... Dánir............... Fæddir umfram dána 760 eða 7.2 %0 2587 — 24 5 — 1238 — 11.7 — 1349 — 12.8 - í eftirfarandi yfirliti er samanburður við undanfarin ár. Um undan- farið 50 ára skeið hefir komið árlega á hvert þúsund landsmanna: Hjóna- vígslur Lifandi fæddir Dánir Fæddir um- fram dána 1876 -85 6.7 %0 31.4 %0 24.5 °/oo 6 8 % 0 1886—95 7.2 - 31.o — 19.5 — 11.5 — 1896 -05 6.4 — 29.o — 17.1 — 11.9 — 1906-15 5.9 — 26.8 — 15.2 — 11.6 - 1916—20 6.5 — 26.7 — 14.2 — 125 — 1921-25 5.9 — 26 5 — 13.9 — 12.6 — 1926 6.2 — 26.6 — 11.2 — 15.4 — 1927 5.8 — 25.8 — 12.5 - 13.3 — 1928 6.9 — 24.4 — 10.8 — 13.6 — 1929 7.2 — 24.5 — 11.7 — 12.8 — Hjónavígslur hafa verið fleiri síðastliðið ár heldur en nokkru sinni áður og tiltölulega jafnmargar hafa þær ekki verið síðan fyrir aldamót. Fæðingar hafa verið svipaðar að tölu síðastliðið ár eins og næsta ár á undan. Hefur fæðingahlutfallið farið lækkandi á öllu því tímabili sem yfirlitið nær yfir og er langlægst tvö síðusfu árin. Þó er það hærra hér heldur en í öllum nálægum löndum Norðurálfunnar, en í Suður- og Austurevrópu er það hærra. Manndauðinn hefir þó minkað miklu meir, svo að hann er orðinn meir en helmingi minni heldur en hann var fyrir 50 árum. Síðastliðið ár var manndauðinn þó nokkru meiri heldur en 1928, en það ár var hann minni en nokkru sinni áður, 10.8 o/oo. Síðastliðið ár var hann 11.7 °/oo. Svo lágt manndauðahlutfall er þó aðeins í fáum löndum í Norðurálfunni (Englandi, Hollandi og Norðurlöndum). Mismunurinn á fæddum og dánum varð síðastliðið ár heldur minni eri næsta ár á undan, en þó rúml. lV4°/o og má það teljast allveruleg mann- fjölgun. Mismunurinn á manntalinu í ársbyrjun og árslok 1929 var 1538 manns, en mismunurinn á fæddum og dánum samkvæmt prestaskýrslun- um var aðeins 1349 manna. Mismunurinn, 189 manns, hefir þá flutzt hingað frá öðrum löndum, ef gert er ráð fyrir, að hvorartveggja skýrslurnar séu réttar, en mismunurinn gæti líka stafað frá skekkjum í skýrslunum, einkum manntalinu.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.